Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 31. ágúst 2020 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Berglind Björg á leið til Le Havre í Frakklandi
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er á leið til Le Havre
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er á leið til Le Havre
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er að ganga í raðir franska A-deildarliðsins Le Havre frá Breiðabliki. Þetta kemur í tilkynningu frá Blikum í kvöld.

Berglind er fædd árið 1992 og hefur gert 12 mörk í Pepsi Max-deild kvenna með Blikum í sumar en liðið er í 2. sæti deildarinnar.

Hun hefur einnig spilað með ÍBV, Fylki, PSV Eindhoven, AC Milan og Verona og er á leið í enn eitt ævintýrið en hún hefur gert samkomulag við franska A-deildarliðið Le Havre.

Breiðablik og Le Havre hafa komist að samkomulagi um kaupverð og fer hún í læknisskoðun á fimmtudag áður en hún skrifar undir samning við félagið.

Berglind var markahæst í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni sem var að klárast með tíu mörk. Hún deilir þeirri nafnbót ásamt Vivianne Miedema, leikmanni Arsenal, og Emueje Ogbiagbevha, leikmanni FC Minsk. Miedema er ein sú allra besta í heiminum.

A-deildin hefst í byrjun september. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum liðsfélagi Berglindar, leikur einnig í frönsku A-deildinni en hún er á mála hjá Lyon sem vann Meistaradeildina í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner