Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 26. mars 2019 12:10
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
ÍA hagnaðist um 55 milljónir þegar Arnór var seldur
Mynd: Getty Images
Eurosport í Frakklandi hefur eftir heimildarmönnum sínum að ÍA á Akranesi hafi hagnast um rúmlega 55 milljónir króna þegar Arnór Sigurðsson var seldur frá IFK Norrköping til CSKA Moskvu í fyrra.

ÍA seldi Arnór til Norrköping fyrir tveimur árum og setti ákvæði í sölusamninginn sem skyldaði sænska félagið til að greiða prósentu af næstu sölu Arnórs.

CSKA greiddi 4 milljónir evra til að fá Arnór og fékk ÍA 10% af þeirri upphæð, eða 400 þúsund evrur.

Þetta er svipað og önnur íslensk félög hafa verið að gera en nú er í gangi mikil útrás af ungum íslenskum knattspyrnumönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner