Lengjudeild karla
Würth völlurinn
09.07.2022 - 16:00
Aðstæður: Þokkalegar.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Fylkir
4
0
Þór
Nikulás Val Gunnarsson '14 , misnotað víti 0-0
Benedikt Daríus Garðarsson '70 , víti 1-0
Óskar Borgþórsson '80 2-0
Nikulás Val Gunnarsson '83 3-0
Nikulás Val Gunnarsson '91 4-0
Liðsuppstilling Liðsuppstilling
Áhorfendur: 378
Maður leiksins: Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('46)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f) ('65)
9. Mathias Laursen ('70)
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('65)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
27. Arnór Breki Ásþórsson

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
15. Axel Máni Guðbjörnsson ('65)
16. Emil Ásmundsson ('70)
19. Aron Örn Þorvarðarson
20. Hallur Húni Þorsteinsson ('46)
22. Ómar Björn Stefánsson
77. Óskar Borgþórsson ('65)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Bjarni Þórður Halldórsson
Halldór Steinsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Rúnar Páll Sigmundsson ('15)
Arnór Breki Ásþórsson ('17)

Rauð spjöld:
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('74)
8. Nikola Kristinn Stojanovic ('83)
9. Alexander Már Þorláksson
10. Aron Ingi Magnússon ('83)
11. Harley Willard
18. Elvar Baldvinsson
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('83)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
6. Páll Veigar Ingvason
6. Sammie Thomas McLeod ('83)
10. Ion Perelló ('74)
15. Kristófer Kristjánsson ('83)
19. Ragnar Óli Ragnarsson ('83)

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Jónas Leifur Sigursteinsson

Gul spjöld:
Elvar Baldvinsson ('13)
Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('24)
Aron Birkir Stefánsson ('69)
Nikola Kristinn Stojanovic ('79)

Rauð spjöld:
Baldvin Már Borgarsson @baddi11
Skýrslan: Fylkismenn tylltu sér á toppinn með stórsigri
Hvað réði úrslitum?
Fylkir kláraði sín færi annað en Þórsarar, sem heilt yfir voru sterkari stóran kafla leiksins, einnig verður að benda á vafaatriði sem féllu Fylkismönnum í vil sem líklega hafði áhrif á úrslitin.
Bestu leikmenn
1. Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Lang hættulegasti maður vallarins, kom sér í hvert færið á fætur öðru og lét aldeilis hafa fyrir sér, óheppinn að skora ekki fleiri mörk en þetta eina úr vítinu.
2. Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Birkir var virkilega öflugur á miðju Fylkismanna í dag, fiskaði vítaspyrnu og bjó til slatta af færum fyrir samherjana.
Atvikið
Vítið sem Þórsarar vildu á 79 mínútu í stöðunni 1-0, ég gat ekki betur séð en að Ion hafi verið kippt niður aftanfrá á leið sinni inn á teiginn og þar með átt að fá vítaspyrnu, en í staðinn brunuðu Fylkismenn upp og skoruðu sitt annað mark.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkir hirðir toppsæti deildarinnar af Selfossi sem hafði verið þar í um tvær klukkustundir, Þórsarar eru enn að berjast í neðri hlutanum.
Vondur dagur
Aron Birkir fær á sig tvær vítaspyrnur og fjögur mörk, það er ekki til útflutnings en hann var þó ekki alslæmur í leiknum, ver fyrra vítið og grípur vel inní oft á köflum, erfitt þó að setja þetta á einhvern annan, því miður.
Dómarinn - 2
Einar hefur átt marga betri leiki og ég held að hann verði sammála mér þegar hann skoðar stóru atriðin aftur, hann hefði getað rekið Elvar Baldvins útaf í fyrri hálfleik, hann hefði klárlega átt að dæma víti fyrir Þór í stöðunni 1-0 og svo er ég aðeins efins með fyrra vítið sem Fylkir fær, fannst Birkir láta sig detta þegar hann sér að hann er að missa boltann, en mögulega rétt þó.