Lengjudeild karla
Stakkavíkurvöllur
09.06.2025 - 14:00
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Stakkavíkurvöllur
09.06.2025 - 14:00
Dómari: Arnar Þór Stefánsson

Grindavík
2
1
HK

0-1
Arnþór Ari Atlason
'34
Adam Árni Róbertsson
'71

Sindri Þór Guðmundsson
'83
1-1
Dennis Nieblas
'87
2-1
Maður leiksins: Ármann Ingi Finnbogason
Byrjunarlið:
1. Matias Niemela (m) 2002
2. Árni Salvar Heimisson 2003
5. Sölvi Snær Ásgeirsson 2008
7. Ármann Ingi Finnbogason 2004
('92)

9. Adam Árni Róbertsson (f) 1999


10. Ingi Þór Sigurðsson 2004
11. Breki Þór Hermannsson 2003
16. Dennis Nieblas 1990

18. Christian Bjarmi Alexandersson 2007
('53)

21. Kristófer Máni Pálsson 2005
23. Sindri Þór Guðmundsson 1997
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
12. Arnar Eyfjörð Jóhannsson (m) 2008
6. Viktor Guðberg Hauksson 2000
('53)


14. Haraldur Björgvin Eysteinsson 2006
('92)

17. Andri Karl Júlíusson Hammer 2008
20. Mikael Máni Þorfinnsson 2010
22. Lárus Orri Ólafsson 2006
26. Eysteinn Rúnarsson 2008
- Meðalaldur 18 ár
Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Sreten Karimanovic
Helgi Leó Leifsson
Jón Aðalgeir Ólafsson
Karim Ayyoub Hernández

Adam Árni Róbertsson ('69)
Viktor Guðberg Hauksson ('91)

Adam Árni Róbertsson ('71)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m) 2003
3. Ívar Orri Gissurarson 2003
4. Aron Kristófer Lárusson 1998
('66)


5. Þorsteinn Aron Antonsson 2004
7. Dagur Ingi Axelsson 2002
('78)

8. Arnþór Ari Atlason (f) 1993

9. Jóhann Þór Arnarsson 2002
('66)

11. Dagur Orri Garðarsson 2005
15. Haukur Leifur Eiríksson 2002
('89)

16. Eiður Atli Rúnarsson 2002
28. Tumi Þorvarsson 2005
('66)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
2. Kristján Snær Frostason 2005
('78)


10. Birnir Breki Burknason 2006
('66)

14. Brynjar Snær Pálsson 2001
('66)

21. Ívar Örn Jónsson 1994
23. Rúrik Gunnarsson 2005
29. Karl Ágúst Karlsson 2007
('66)

33. Hákon Ingi Jónsson 1995
('89)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Halldór Geir Heiðarsson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Aron Kristófer Lárusson ('45)
Kristján Snær Frostason ('81)

Leik lokið!
Lygilegur sigur hjá Grindvíkingum staðreynd! Fyrsti sigur Grindvíkinga í Grindavík síðan 2023. Umfjöllun og viðtöl koma næst.
96. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá hægri kant hjá HK sem Dennis nær að skalla frá fyrir Grindavík. Þessi skalli var mögulega jafn mikilvægur en sá síðasti hjá honum!
93. mín
Skallatennis inn í vítateig Grindavíkur! Niemela er fastur á línunni á meðan leikmenn HK skalla knöttinn sín á milli en síðasta kollspyrnan fer yfir mark Grindavíkur
92. mín

Inn:Haraldur Björgvin Eysteinsson (Grindavík)
Út:Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
Ármann fer af velli undir dynjandi lófaklapp frá heimamönnum í stúkunni
87. mín
MARK!

Dennis Nieblas (Grindavík)
Stoðsending: Ármann Ingi Finnbogason
Stoðsending: Ármann Ingi Finnbogason
Ármann með hornspyrnu af hægri væng sem Dennis skallar í netið!!
86. mín
Aftur er Ármann að dansa með knöttinn inn í vítateig HK-inga og á hættulega sendingu fyrir sem gestirnir ná að nauðverjast! Það er ekki að sjá að Grindvíkingar séu manni færri þessa stundina.
83. mín
MARK!

Sindri Þór Guðmundsson (Grindavík)
Ármann Ingi með gjörsamlega stórglæsilegt hlaup upp hægri vænginn, leikur á mann og annan og setur boltann fyrir markið á Sindra Þór sem getur ekki annað en stýrt honum yfir línuna.
81. mín
Gult spjald: Kristján Snær Frostason (HK)

Kristján ekki lengi að næla sér í spjald, er of seinn í Niemela, markvörk Grindavíkur.
79. mín
Dagur Orri gerir sig líklegan út á vinstri væng, tekur skærin og skýtur með vinstri en Matias ver vel í marki Grindavíkur.
74. mín
Flottir taktar hjá Ármanni Inga! Keyrir inn af hægri væng og fer léttilega framhjá nokkrum varnarmönnum HK áður en hann á fast skot á nærstöng sem Ólafur Örn ræður þó vel við.
71. mín
Rautt spjald: Adam Árni Róbertsson (Grindavík)

Allt of seinn
Aftur er Adam allt allt of seinn í tæklingu. Fer í glórulausa tæklingu á Ólafi Örn, markvörð HK. Ólafur var búinn að sparka boltanum í burtu og fyrirliðinn Adam Árni fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og er farinn í sturtu.
63. mín
Nærri því
Dagur Orri pressar Matias Niemela, markvörður Grindavíkur, og kemst inn í boltan og er mjög nálægt því að skila knettinum í netið en hann fer framhjá.
53. mín

Inn:Viktor Guðberg Hauksson (Grindavík)
Út:Christian Bjarmi Alexandersson (Grindavík)
Viktor kemur inn á fyrir Chrstian sem fór meiddur af velli fyrir andartaki.
50. mín
Tumi með þrumuskot innan vítateigs Grindavíkur sem fer af Christian Bjarma og aftur fyrir, hornspyrna dæmd. Tumi er ósáttur við dómara leiksins og vil meina að boltinn hafi farið af hönd Christians, sem liggur þó óvígur eftir á vellinum. Eftir dágóða stund er farið með Christian beint af velli og inn í búningsklefa.
47. mín
Ármann Ingi búinn að vera sprækur í upphafi síðari hálfleiks. Æðir hér upp að endalínunni og nær að koma boltanum fyrir mark HK en gestirnir ná á síðustu stundu að koma hættunni frá.
45. mín
Hálfleikur
0-1
Arnar Þór flautar til hálfleiks þar sem gestirnir í HK leiða með einu marki gegn engu.
45. mín
Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (HK)

Fyrsta gula spjald leiksins, rétt fyrir hálfleik.
44. mín
Jóhann Þór tekur hornspyrnu af vinstri væng fyrir HK en Grindvíkingar koma boltanum í burtu.
43. mín
Næstum því!
Arnþór Ari grátlega nálægt því að koma gestunum í tveggja marka forystu! Flott spil hjá HK-ingum sem endar á því að Arnþór sleppur í gegn og ætlar að leggja boltann í fjærhornið en hann rennur þess í stað rétt framhjá markinu!
39. mín
Grindvíkingar hafa verið ógnandi með löngum innköstum Árna Salvars en það vantar upp á loka snertinguna
34. mín
MARK!

Arnþór Ari Atlason (HK)
Boltinn fellur fyrir Arnþór Ara innan vítateigs Grindavíkur, Arnþór leggur hann fyrir sig og þruman knettinum upp í marknetið og gestirnir leiða!

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Marktilraun!
Ingi Þór leikur með boltan á hægri væng Grindavíkur og á hörku skot sem Ólafur Örn ver aftur fyrir endamörk. Grindavík fær hornspyrnu
25. mín
HK fær hornspyrnu frá vinstri sem Jóhann Þór tekur. Jóhann spyrnir boltanum á fjær svæðið en þar eru Grindvíkingar vel á verði og hreinsa frá.
20. mín
Rólegheit
Miðjumoð í Grindavík. Lítið að frétta á meðan hvorugu liði tekst að halda almennilega í boltann
14. mín
Tvöfaldur klobbi
Tumi Þorvarsson fer illa með tvo varnarmenn Grindavíkur, úti á vinstri væng, er hann þræðir boltanum í gegnum klofið á þeim báðum! Ekkert meira verður þó úr sókn HK-inga en eitthvað fyrir highlights
9. mín
Hraður leikur hér á upphafsmínútum og bæði lið að klappa boltanum.
Grindavík fær hér hornspyrnu af hægri væng sem Ingi Þór tekur. HK-ingar hreinsa frá en Ingi fær annað tækifæri til að koma boltanum fyrir en knötturinn endar þá aftur fyrir endamörk.
Grindavík fær hér hornspyrnu af hægri væng sem Ingi Þór tekur. HK-ingar hreinsa frá en Ingi fær annað tækifæri til að koma boltanum fyrir en knötturinn endar þá aftur fyrir endamörk.
Fyrir leik
Byrjunarlið
Grindvíkingar gera eina breytingu á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn Leikni í síðustu umferð. Viktor Guðberg Hauksson fær sér sæti á varamannabekkinn en Sölvi Snær Ásgeirsson kemur inn í byrjunarliðið í hans stað.
HK gerir fjórar breytingar á sínu byrjunarliði. Ólafur Örn Ásgeirsson er í markinu í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Kristján Snær Frostason, Ívar Örn Jónsson, Birnir Breki Burknasson fá sér allir sæti á varamannabekknum en í þeirra stað í byrjunarliðið koma þeir Dagur Ingi Axelsson, Dagur Orri Garðarsson og Haukur Leifur Eiríksson
HK gerir fjórar breytingar á sínu byrjunarliði. Ólafur Örn Ásgeirsson er í markinu í fjarveru Arnars Freys Ólafssonar. Kristján Snær Frostason, Ívar Örn Jónsson, Birnir Breki Burknasson fá sér allir sæti á varamannabekknum en í þeirra stað í byrjunarliðið koma þeir Dagur Ingi Axelsson, Dagur Orri Garðarsson og Haukur Leifur Eiríksson
Fyrir leik
Arnar Þór Stefánsson mun stýra flautukonsertinum í dag en honum til aðstoðar verða Þórður Arnar Árnason (AD1) og Rögnvaldur Þ Höskuldsson (AD2). Viðar Helgason mun svo hafa eftirlit með störfum dómara í dag.
Dómaratríó

Arnar Þór Stefánsson mun stýra flautukonsertinum í dag en honum til aðstoðar verða Þórður Arnar Árnason (AD1) og Rögnvaldur Þ Höskuldsson (AD2). Viðar Helgason mun svo hafa eftirlit með störfum dómara í dag.
Fyrir leik
HK og Grindavík hafa leikið 26 viðureignir í gegnum tíðina samkvæmt tölfræðivef KSÍ. Tíu sinnum hefur Grindavík farið með sigur af hólmi gegn átta sigrum HK en HK vann einmitt síðustu viðureign þessara liða, 4-0 í Kórnum í febrúar 2023. Liðin hafa endað jöfn átta sinnum.
Fyrri viðureignir

HK og Grindavík hafa leikið 26 viðureignir í gegnum tíðina samkvæmt tölfræðivef KSÍ. Tíu sinnum hefur Grindavík farið með sigur af hólmi gegn átta sigrum HK en HK vann einmitt síðustu viðureign þessara liða, 4-0 í Kórnum í febrúar 2023. Liðin hafa endað jöfn átta sinnum.
Fyrir leik
HK
Gestirnir úr Kópavogi eru í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig eftir tvo sannfærandi sigurleiki í röð, 4-1 gegn Selfoss og 0-3 gegn Keflavík. Jóhann Þór Arnarsson og Dagur Orri Garðarsson hafa að mestu séð um markaskorun HK-inga til þessa, báðir með fjögur mörk hvor.
Fyrir leik
Grindavík
Er þetta þriðji heimaleikur Grindavíkur frá nóvember 2023 en Grindavík gerði 3-3 jafntefli við Fjölni í endurkomuleiknum áður en liðið laut í lægra haldi gegn Þór, 3-4. Alls eru Grindvíkingar með sjö stig eftir fimm umferðir og sitja í áttunda sæti Lengjudeildarinnar. Breki Þór Hermannsson er markahæsti leikmaður Grindavíkur til þessa með sex mörk en Breki er jafnframt næst markahæsti leikmaður deildarinnar.
Fyrir leik
Velkomin til leiks
Gleðilega hvítasunnu helgi!
Það er fótbolta veisla í dag þar sem heil umferð fer fram í Lengjudeild karla og hefjast herlegheitin hér í blíðviðrinu Grindavík klukkan 14:00 þar sem HK-ingar eru í heimsókn.
Lengjudeild karla
14:00 Grindavík-HK (Stakkavíkurvöllur)
16:00 Leiknir R.-Völsungur (Domusnovavöllurinn)
16:00 Þór-ÍR (Boginn)
17:00 Fjölnir-Selfoss (Fjölnisvöllur)
19:15 Keflavík-Fylkir (HS Orku völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Njarðvík (AVIS völlurinn)
Það er fótbolta veisla í dag þar sem heil umferð fer fram í Lengjudeild karla og hefjast herlegheitin hér í blíðviðrinu Grindavík klukkan 14:00 þar sem HK-ingar eru í heimsókn.
Lengjudeild karla
14:00 Grindavík-HK (Stakkavíkurvöllur)
16:00 Leiknir R.-Völsungur (Domusnovavöllurinn)
16:00 Þór-ÍR (Boginn)
17:00 Fjölnir-Selfoss (Fjölnisvöllur)
19:15 Keflavík-Fylkir (HS Orku völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Njarðvík (AVIS völlurinn)
