Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   sun 01. júní 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Ford Fantasy leikur Bestu deildarinnar - Markaðurinn lokar klukkan 14
Breiðablik og Víkingur mætast í stórslag umferðarinnar
Breiðablik og Víkingur mætast í stórslag umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tíunda umferð Bestu deildar karla hefst klukkan 14:00 í dag og er síðasti séns til að gera breytingar á Ford Fantasy-liðinu.

KR og Vestri opna umferðina á AVIS-vellinum í Laugardal og mun markaðurinn loka rétt áður en leikurinn fer af stað.

Smelltu hér til að taka þátt

Alls fara fimm leikir fram í dag, þar á meðal stórleikur Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli. Á morgun loka Valur og Fram umferðinni í sannkölluðum Reykjavíkurslag.

Leikir dagsins:
14:00 KR-Vestri (AVIS völlurinn)
17:00 KA-Stjarnan (Greifavöllurinn)
18:00 ÍA-ÍBV (ELKEM völlurinn)
18:00 FH-Afturelding (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)

Á morgun:
19:15 Valur-Fram (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Aðalverðlaunin verða flug og miði á leik í enska boltanum eins og undanfarin ár.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir