Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
   fim 02. maí 2024 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Lengjudeildin
Aron Birkir hefur verið aðalmarkvörður Þórs síðan 2017.
Aron Birkir hefur verið aðalmarkvörður Þórs síðan 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Egill Orri í baráttunni í leiknum gegn Gróttu. Hann er 16 ára og á að baki 17 leiki fyrir unglingalandsliðin.
Egill Orri í baráttunni í leiknum gegn Gróttu. Hann er 16 ára og á að baki 17 leiki fyrir unglingalandsliðin.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Besti leikmaður Lengjudeildarinnar. Birkir kom frá Val í vetur.
Besti leikmaður Lengjudeildarinnar. Birkir kom frá Val í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta leggst mjög vel í mig, okkur er búið að ganga mjög vel í vetur, æfa vel og spila vel og ég er spenntur," sagði Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, á kynningarfundi Lengjudeildarinnar fyrr í vikunni. Fyrsti leikur Þórs í deildinni verður annað kvöld þegar liðið heimsækir Þrótt.

Þór fór alla leið í undanúrslit Lengjubikarsins í vetur og var að ná í eftirtektarverð úrslit.

„Það er búinn að vera góður taktur í þessu en við höfum alveg átt okkar slæmu leiki og slæmu hálfleika, eins og t.d. á móti KA í Kjarnafæðimótinu. Ég er spenntur og hef fulla trú á þessu."

Þór er spáð 2. sæti í deildinni eftir að hafa endað í 7. sæti á síðasta tímabili. Síðasta haust tók Sigurður Höskuldsson við liðinu.

„Hann kom inn í þetta með hellingskraft, með góða reynslu úr Val og Leikni og hann er góður í að rífa menn með sér og halda mönnum á tánum. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til."

Besti leikmaður deildarinnar
Þórsarar hafa styrkt liðið sitt í vetur. Á meðal þeirra sem hafa komið inn eru þeir Birkir Heimisson og Rafael Victor.

„Þeir eru að koma mjög vel inn í þetta. Rafa hefur komið mjög vel inn, smollið vel inn í hópinn og hefur verið að skora sem er gott. Menn þekktu Birkir aðeins fyrir, eru aðeins að kynnast honum upp á nýtt. Hann er Þórsari og lítið mál fyrir hann að detta inn í hópinn."

Er Birkir besti leikmaðurinn í deildinni? „Já." Í leikmannakönnun var Elmár Kári Cogic í Aftureldingu sagður sá besti í deildinni. Er könnunin bara bull? „Verðum við ekki að segja það?" sagði Aron og brosti.

Ekki grófir en spila fast
Í leikmannakönnuninni var sagt að Þórsarar væru grófasta lið Lengjudeildarinnar. Er Aron sammála því?

„Nei, ekki þannig. Við bara spilum okkar leik, tökum á hinum liðunum og látum finna fyrir okkur. Ég myndi ekki segja að við séum grófir en við spilum fast og það er bara partur af leikstílnum."

Einn leikur í einu
Þórsarar hafa ekki rætt um að setja stefnuna á efsta sæti deildarinnar. „Þetta er sama gamla leiðinlega (tuggan), einn leik í einu. Við byrjum á leiknum á föstudaginn og svo sjáum við hvað kemur eftir það."

Orðinn fyrirliði liðsins
Aron er orðinn fyrirliði Þórs, tekinn við fyrirliðabandinu. „Það er bara gaman. Ný áskorun, er bara spenntur. Það er gaman að vera fyrirliði hjá Þór."

Nota hann eins og hægt er fyrir Danmerkurför
Egill Orri Arnarsson er á leið til Midtjylland í sumar. Danska félagið keypti Egil í vetur en hann byrjar tímabilið með Þórsurum. Aron var spurður út í unglingalandsliðsmanninn.

„Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með. Ég hef fulla trú á honum. Hann hefur komið mjög vel inn í þá leiki sem hann hefur spilað. Ég vonast til að við notum hann eins mikið og við getum áður en hann fer út til Midtjylland," sagði Aron sem hefur trú á því að Egill muni svo standa sig vel hjá danska félaginu.

Planið fyrir leikinn gegn Þrótti er einfalt: „Að vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner