Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
banner
   fim 02. maí 2024 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gaman að vera komin í Valsliðið," segir Jasmín Erla Ingadóttir sem hefur farið frábærlega af stað með Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í sumar.

Hún skoraði tvennu í dag þegar Valur vann 7-2 sigur gegn Víkingi í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Valur 7 -  2 Víkingur R.

Jasmín gekk í raðir Vals frá Stjörnunni fyrir tímabilið. Hún var svolítið týnd á síðustu leiktíð en virðist vera búin að finna sig aftur í fremstu víglínu hjá Val.

„Ég gæti eiginlega ekki verið sáttari. Ég er komin aftur í mína uppáhalds stöðu og ég er að nýta tækifærin sem ég fæ þar. Ég þekki mig best þar."

„Hérna er fagmennskan í fyrirrúmi. Þetta er toppfélag og ég skil ekki af hverju ég var ekki löngu komin hingað."

Jasmín og Amanda Andradóttir hafa náð frábærlega saman í framlínu Vals í upphafi tímabils.

„Hún er eitthvað annað góð í fótbolta. Það er ekkert leiðinlegt að hafa hana með sér," segir Jasmín en Amanda hlýtur að fara út í atvinnumennsku fyrr frekar en síðar. „Jú, en bara síðar samt fyrir mig," sagði Jasmín og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner