Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fim 02. maí 2024 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Kolbeinn Sigþórs ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
Var þar til síðasta haust markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Var þar til síðasta haust markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Héraðssaksóknari hefur ákært Kolbein Sigþórsson, fyrrum landsliðsmann í fótbolta, fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Brotið er í ákæru sagt hafa átt sér stað í júní fyrir tveimur árum. Kolbeinn neitar sök.

RÚV fjallar um málið.

Héraðssaksóknari gaf í janúar út ákæruna í janúar. Málið var þingfest í lok janúar í Héraðsdómi Reykjaness. Móðir stúlkunnar krefst þess að Kolbeinn verði dæmdur til að greiða dóttur hennar þrjár milljónir í miskabætur. Verjandi Kolbeins vildi ekki tjá sig þegar RÚV leitaðist eftir því.

Í fréttinni segir að saksóknaraembættið gefi ekki út ákæru nema það telji yfirgnæfandi líkur á að viðkomandi verði sakfelldur.

Kolbeinn var fyrir þremur árum sakaður um ofbeldisbrot gegn tveimur konum sem áttu sér stað á skemmtistað árið 2017. Þær drógu kæru sína á hendur Kolbeini til baka eftir að hann greiddi þeim samtals þrjár milljónir í sáttagreiðslu og þrjár milljónir til Stígamóta.

Kolbeinn lék sinn síðasta leik á ferlinum í ágúst árið 2021. Þá var hann leikmaður Gautaborgar í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner