Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Sancho um framtíðina: Hef enga hugmynd
Mynd: EPA
Jadon Sancho er farinn að njóta fótboltans á ný eftir nokkur erfið ár en hann bauð upp á stjörnu frammistöðu í 1-0 sigri Borussia Dortmund á Paris Saint-Germain í gær.

Englendingurinn átti stórleik og lét allt virka svo einfalt og auðvelt inn á vellinum.

Hann var að búa til fullt af færum fyrir liðsfélaga sína. Þetta var Sancho sem fólk hefur ekki séð í langan tíma eða síðan hann yfirgaf Dortmund og samdi við Manchester United.

„Sérstakt samband við Dortmund? Já, ég kom hingað 17 ára gamall í þetta félag sem hefur hjálpað mér frá fyrsta degi. Ég geri alltaf mitt besta fyrir félagið og stuðningsmennina,“ sagði Sancho er hann var spurður út í samband sitt við félagið og þá hrósaði hann stuðningsmönnum Dortmund og þeim sem sitja í stúkunni en sá hluti er yfirleitt kallaður „guli veggurinn“.

„Þú sérð og finnur fyrir „gula veggnum“ og maður getur varla beðið eftir því að spila.“

Eftir tímabilið rennur lánssamningur Sancho út en það er ekki komið á hreint hvort hann verði áfram í Þýskalandi.

„Ég hef enga hugmynd. Ég einbeiti mér bara að núinu,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner