Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
banner
   fim 02. maí 2024 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
,,John vinur minn eigi eftir að kokka upp einhverja baneitraða naglasúpu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA vann 2-1 sigur á Þrótti á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þórs/KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 Þróttur R.

„Við byrjum mjög illa og þær voru algjörlega með okkur í tíu mínútur. Það sem ég er ánægður með er hvernig liðið vann sig inn í leikinn. Það er það sem við erum alltaf að stefna að, ná leikstjórn inn á vellinum, að stelpurnar leysi vandamál sem koma upp og að þurfa ekki að koma aftur að hliðarlínunni," sagði Jóhann Kristinn.

Sandra María Jessen skoraði bæði mörk liðsins og hefur því skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum.

„Það er ákveðin stöðugleiki í markaskorun hjá Söndru, hvort þetta haldi svona áfram, ég veit það ekki. Það er gott að þetta sé hún því hún hefur breitt bak til að standast pressu, komandi inn í fjórða leikinn hafandi skorað sjö mörk nú þegar. Hún setur alla pressu á sig sjálf og finnur ekkert mikið fyrir þessu. Þetta er galin tölfræði, ég veit það," sagði Jóhann.

Þór/KA heimsækir Víking í næstu umferð sem steinlá gegn Val í kvöld.

„Mér sýnist þær koma ansi særðar til leiks miðað við úrslit þeirra í dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel, ég veit það að John (Andrews) vinur minn eigi eftir að kokka upp einhverja baneitraða naglasúpu áður en við komum í Víkina þannig við þurfum að vera á tánum," sagði Jóhann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner