Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mán 02. júní 2025 10:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atalanta kveður Gasperini (Staðfest) - Orðaður við Roma og Juve
Mynd: EPA
Atalanta tilkynnti í gær að félagið hefði komist að samkomlagi við Gian Piero Gasperini um riftun á samningi ítalska stjórans við félagið. Hann er kvaddur með fallegri kveðju á heimasíðu félagsins.

Gasperini er 67 ára og hefur verið hjá Atalanta síðan 2016. Áður hafði hann stýrt Crotone, Genoa, Inter og Palermo á sínum ferli.

Undir stjórn Gasprini vann Atalanta Evrópudeildina á síðasta tímabili. Hann var valinn stjóri ársins í Seríu A bæði árið 2019 og árið 2020. Hjá Atalanta var hann með 52% sigurhlutfall í 438 leikjum og +340 í markatölu.

Gasperini er þessa dagana sterklega orðaður við Roma og Juventus, en hann ólst upp hjá Juventus.

„Níu framúrskarandi ár þar sem við afrekuðum eftirtektaverða hluti bæði á Ítalíu og í Evrópu. Þetta hefur verið sérstakt ferðalag, eitthvað sjaldgæft og einstakt í heimsfótboltanum. Eftirektarverður kafli sem mun ávalt verða greyptur í sögu félagsins. Við munum aldrei getað þakkað þér nóg fyrir tilfinningarnar sem þú hefur leyft okkur að upplifa og ógleymanlegu gleðina sem við höfum deilt með fólkinu í Bergamo."

„Okkur fannst rétt að eftir þetta mörg ár að virða þá ósk þína að halda á vit nýrra áskoranna. Okkar samband mun alltaf verða órjúfanlegt og virðingin mun vara að eilífu. Frá okkur, núna og alltaf, TAKK FYRIR, Herra!"

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner