Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. ágúst 2021 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Dagur Austmann fékk höfuðhögg gegn Fylki - „Ældi inn á klósetti"
Dagur Austmann í leiknum í kvöld
Dagur Austmann í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Austmann Hilmarsson, leikmaður Leiknis, fékk höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni í kvöld og var skipt af velli í hálfleik.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

Dagur Dan Þórhallsson braut á nafna sínum undir lok fyrri hálfleiksins og fékk hann höfuðhögg en þegar gengið var til búningsherbergja þá var ljóst að Sigurður Höskuldsson, þjálfari liðsins þurfti að gera skiptingu.

Hann ældi á klósettinu og því réttast í stöðunni að skipta honum af velli en ekki er ljóst hvort hann hafi fengið heilahristing eða ekki. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum.

„Dagur fékk höfuðhögg og hann var klár að spila en svo þegar við vorum að koma inn á völl þá var hann búinn að æla inn á klósettinu og þá þurftum við að gera snögga skiptingu," sagði Sigurður við Fótbolta.net.

„Þetta var höfuðhögg hjá Degi. Ég veit ekkert hvernig það verður en ef þetta var heilahristingur þá býst ég ekki við því að hann verði klár."

Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Dagur fær höfuðhögg en hann var frá í talsverðan tíma eftir það fyrra.
Siggi Höskulds um rauða spjaldið á Daða: Held að gult hefði verið nóg
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner