Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   lau 04. maí 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Ekki reyna að spila fótbolta með úrið á þér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eitt af því skrítna sem dómarar landsins hafa þurft að glíma við í byrjun tímabilsins í helstu deildum er að minna leikmenn á að það má ekki spila fótbolta með úr.

Þetta reyndi Gabrielle Johnson leikmaður Tindastóls fyrir leikinn við Breiðablik í 2. umferð Bestu-deildar kvenna á dögunum með nýstárlegri aðferð.

Hún teipaði yfir úrið með íþróttateipi og vonaðist til að komast upp með það. Dómari leiksins gerði hinsvegar athugasemd áður en liðin gengu inn á völlinn eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Kári Sigfússon leikmaður Keflavíkur ætlaði líka að ganga inn á völlinn með úr þegar hann kom inná sem varamaður á 81. mínútu í leik liðsinns við ÍR í gærkvöldi. Jakub Marcin Róg aðstoðardómari skipaði honum að henda úrinu af sér eins og sést á myndunum
Athugasemdir
banner
banner
banner