banner
   lau 04. maí 2024 16:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Burnley í vondri stöðu - Newcastle upp fyrir Man Utd
Alexander Isak
Alexander Isak
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi
Callum Hudson-Odoi
Mynd: EPA

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru í afar erfiðri stöðu eftir úrslit dagsins í úrvalsdeildinni.


Burnley lenti í miklum vandræðum þegar liðið fékk Newcastle í heimsókn.

Neewcastle lagði grunninn af sigrinum í fyrri hálfleik þar sem Callum WIlson kom liðinu yfir. Sean Longstaff og Bruno Guimaraes gerðu út um leikinn með mörkum á fimm mínútna millibili þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks.

Alexander Isak hefði getað skorað sitt tuttugasta mark á tímabilinu þegar Newcastle fékk vítaspyrnu þegar brotið var á Anthony Gordon. Arijanet Muric gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði spyrnuna.

Það kom ekki að sök þar sem Isak skoraði fjórða mark Newcastle aðeins örfáaum mínútum síðar. Dara O'Shea skoraði sárabótamark fyrir Burnley með skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Berg. Newcastle fór upp fyrir Man Utd í 6. sæti deildarinnar með þessum sigri.

Nottingham Forest kom til baka gegn Sheffield United en Ben Brereton Diaz kom Sheffield yfir með marki úr vítaspyrnu en það fylgdu þrjú mörk frá Forest í kjölfarið þar sem Callum Hudson-Odoi var fremstur í flokki með tvö mörk.

Nottingham Forest er með þriggja stiga forystu á Luton og fimm stiga forystu á Burnley í fallbaráttunni þegar tvær umferðir eru eftir.

Fulham og Brentford gerðu markalaust jafntefli en liðin sigla lignan sjó.

Burnley 1 - 4 Newcastle
0-1 Callum Wilson ('19 )
0-2 Sean Longstaff ('35 )
0-3 Bruno Guimaraes ('40 )
0-3 Alexander Isak ('52 , Misnotað víti)
0-4 Alexander Isak ('55 )
1-4 Dara O'Shea ('86 )

Sheffield Utd 1 - 3 Nott. Forest
1-0 Ben Brereton ('17 , víti)
1-1 Callum Hudson-Odoi ('27 )
1-2 Ryan Yates ('51 )
1-3 Callum Hudson-Odoi ('65 )
Rautt spjald: Anel Ahmedhodzic, Sheffield Utd ('90)

Brentford 0 - 0 Fulham


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner