Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 04. maí 2024 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Berg bætti stoðsendingametið hjá Burnley
Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, náði merkilegum áfanga í 4-1 tapinu gegn Newcastle United í dag, en hann er nú með flestar stoðsendingar fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.

Landsliðsmaðurinn kom inn af bekknum í síðari hálfleik og átti hornspyrnuna sem Dara O'Shea stangaði í netið.

Þetta var 21. stoðsending Jóhanns í ensku úrvalsdeildinni og er enginn leikmaður Burnley með fleiri stoðsendingar en hann í allri sögu félagsins í deildinni. Hann og Ashley Westwood voru jafnir fyrir leikinn.

Besta tímabil Jóhanns með Burnley var hans annað með félaginu, tímabilið 2017-2018, en þá lagði hann upp átta úrvalsdeildarmörk. Tímabilið á eftir var hann með sex stoðsendingar.

Á þessari leiktíð hefur Jóhann spilað 25 deildarleiki og lagt upp þrjú mörk.

Burnley er í næst neðsta sæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Það er enn von og mun líklega duga ef liðið vinnur báða leiki sína, gegn Tottenham og Nottingham Forest.
Athugasemdir
banner
banner
banner