Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   lau 04. maí 2024 14:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristín Dís spilaði í mikilvægum sigri
Mynd: Bröndby/Mikkel Joh

Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn þegar Bröndby vann gríðarlega mikilvægan sigur í dönsku deildinni í dag.


Bröndby er í harðri titilbaráttu en liðið komst á toppinn í bili að minnsta kosti með 3-0 sigri gegn Kolding í dag. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var ekki með Bröndby í leiknum.

Bröndby er á toppnum með tveggja stiga forystu á Nordsjælland sem á leik til góða gegn Koge á morgun. Bröndby á eftir að spila fjóra leiki en Nordsjælland verður andstæðingurinn í lokaumferðinni.

Valerenga vann 3-0 sigur á Asane í norsku deildinni í dag en Sædís Rún Heiðarsdóttir leikmaður Valerenga er fjarverandi vegna meisla næstu vikurnar. Liðið er með fullt hús stiga á toppnum eftir sex umferðir.

María Þórisdóttir lékk allan leikinn þegar Brighton tapaði gegn Aston Villa 1-0 í ensku deildinni. Brighton er í 9. sæti fyrir lokaumferðina en getur aðeins farið upp eða niður um eitt sæti eftir lokaumferðina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner