banner
   lau 04. maí 2024 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Rodri setti nýtt met - Taplaus í 71 leik í röð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spænski miðjumaðurinn Rodri hefur ekki tapað í 71 leik í röð með Manchester City ef miðað er við venjulegan leiktíma en það er nýtt met hjá enskum úrvalsdeildar leikmanni.

Rodri er með allra mikilvægustu mönnum Man City en liðið hefur aðeins tapað þremur deildarleikjum á tímabilinu og voru það einu leikirnir sem Rodri spilaði ekki.

Man City fagnaði 5-1 sigri á Wolves í dag og var það 71. leikurinn sem Rodri fer í gegnum án þess að tapa.

Aðeins er miðað við venjulegan leiktíma, en auðvitað tapaðist viðureign Man City gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en það var eftir vítakeppni. Sá leikur skráist sem jafntefli eftir venjulegan leiktíma.

Enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur farið í gegnum jafn marga leiki án þess að tapa sem sýnir ágætlega mikilvægi spænska miðjumannsins.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner