Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Meistararnir geta unnið fimmta leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir eru spilaðir í 5. umferð Bestu deildar karla í dag og þá fara tveir leikir fram í Lengjudeild kvenna.

KA og KR mætast klukkan 16:00 í Bestu deildinni. KA hefur tapað þremur í röð á meðan KR hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, en Akureyringar eru með aðeins eitt stig á meðan KR er með sex stig.

Stjarnan og ÍA eigast þá við á Samsung-vellinum. Bæði lið hafa unnið tvol leiki.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings heimsækja HK í Kórinn. Víkingar hafa unnið alla fjóra leiki sína og stefna að því að vinna fimmta leikinn í dag. HK er með eitt stig á botninum.

Fram og Fylkir enda síðan daginn í Úlfarsárdal. Framarar hafa byrjað vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar en liðið er með 7 stig á meðan Fylkir er með 1 stig.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
16:00 KA-KR (Greifavöllurinn)
17:00 Stjarnan-ÍA (Samsungvöllurinn)
19:15 HK-Víkingur R. (Kórinn)
19:15 Fram-Fylkir (Lambhagavöllurinn)

Lengjudeild kvenna
14:00 Afturelding-ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
15:30 Selfoss-FHL (JÁVERK-völlurinn)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner