Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 14:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palmer einungis sá þriðji í sögunni
Sjóðheitur
Sjóðheitur
Mynd: EPA
Cole Palmer hefur eftir markið sitt gegn West Ham komið með beinum hætti að 30 mörkum í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Markið var hans 21. í deildinni og hefur hann lagt upp níu.

Chelsea leiðir 4-0 gegn West Ham og hefur Palmer tækifæri til að bæta við markafjöldann sinn. Hann er næstmarkahæstur í deildinni, fjórum mörkum á eftir Erling Braut Haaland sem skoraði fernu í gær.

Palmer er 21 árs en verður 22 ára á morgun. Á BBC er vakin athygli á því að Palmer sé einungis sá þriðji í sögu úrvalsdeildarinnar sem hafi komið að 30 mörkum eða meira í úrvalsdeildinni á einu tímabili af þeim sem eru 21 árs eða yngri.

Hinir tveir eru Robbie Fowler (1994-95 og 95-96) og Chris Sutton (1993-94).

Chelsea keypti Palmer frá Manchester CIty síðasta haust og gerir hann tilkall í að vera kjörinn besti leikmaður deildarinnar strax á sínu fyrsta tímabili með Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner