Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   sun 05. maí 2024 22:43
Arnar Laufdal Arnarsson
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis fagnaði í dag stórafmæli en í dag varð hann 50 ára gamall, því miður fyrir Rúnar fékk hann kannski ekki afmælisgjöfina sem hann átti von á en Fylkismenn töpuðu 2-1 fyrir Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Fylkir

"Þetta var sérstakur leikur, töpum leiknum á einhverjum 10 mínútna kafla, missum fókus og verðum bara ólíkir sjálfum okkur. Oft í svona tilfelli þegar markmaður ver víti fær liðið extra boost en það var öfugt í dag og vorum bara ólíkir okkur í fyrri hálfleik. Þessi mörk sem við fáum á okkur og svo bara sendingar og móttökur, virkuðum smeykir og hræddir"

"Svo í seinni hálfleik fer leikurinn bara 99% fram á vallarhelmingi Framara og náðum ekkert að skapa okkur mikið fyrr en í blá lokin, Fram fær svo ekkert mikið fleiri færi en þau sem þeir skora úr í fyrri hálfleikinn. Þetta hefur verið saga okkar byrjun sumars en verðum bara að halda áfram, brosa og mæta ferskir í næsta leik" Sagði Rúnar í viðtali eftir leik.

Hvers vegna ná Fylkismenn að skapa svona lítið ef boltinn fer svona mikið fram á vallarhelmingi Framara?

"Framarar bara verjast gríðarlega vel, við þurfum bara að nýta þessi moment þegar við erum komnir nálægt teignum þeirra, finna réttu mennina út í teig og annað slíkt en oft á móti svona liðum sem verjast vel þá þarftu að nýta það sem þú færð og við gerðum það því miður ekki"

Matthias Præst hefur verið gríðarlega öflugur í byrjun móts og virðist mikill happafengur fyrir Fylki en hann átti heldur betur slæman dag, Rúnar sammála?

"Já já menn geta átt upp og niður frammistöður og það voru nú fleiri í okkar röðum sem áttu ekki sínar bestu frammistöður því miður og það bara gengur og gerist í fótboltanum þannig ekkert endilega við þá að sakast"

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Fótbolti.net óskar Rúnari til hamingju með stórafmælið.
Athugasemdir
banner
banner
banner