Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu það helsta frá Kaplakrikavelli - Hendi víti og klaufaleg rangstaða
FH-ingar kalla eftir vítaspyrnu.
FH-ingar kalla eftir vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Andri Rúnar skoraði tvö.
Andri Rúnar skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigurður Bjartur skoraði tvennu.
Sigurður Bjartur skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann í gær 3-2 endurkomusigur gegn Vestra í fyrsta leik tímabilsins. spilað var á Kaplakrikavelli sem leit vel og hafði tekið vel við sér síðustu dagana fyrir leikinn.

Tvær tvennur voru skoraðar í leiknum. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði tvö mörk fyrir FH, bæði eftir undirbúning frá Ástbirni Þórðarsyni sem valinn var maður leiksins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 Vestri

„Eins og ég sagði á sínum tíma þegar Sigurður Bjartur kom hérna. Þetta er bara leikmaður sem ég hef fylgst með og oft séð spila og hrifinn af því sem hann kemur með að borðinu. Síðan þetta mót byrjaði þá hefur hann bara staðið sig vel. Á móti kemur þá eru bara búnir fimm leikir og við verðum að halda áfram," sagði Heimir Guðjónsson um Sigurð Bjart sem var að skora sitt annað og þriðja mark í sumar.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði bæði mörk Vestra, það fyrra eftir fyrirgjöf frá Benedikti Warén og seinna markið eftir góðan skalla frá Ibrahima Balde.

Sigurmarkið kom af vítapunktinum þegar Grétar Snær Gunnarsson átti skalla sem fór í hönd Péturs Bjarnasonar af stuttu færi. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og Úlfur Ágúst Björnsson skoraði af miklu öryggi.

„Ég er ekki búinn að sjá þetta í sjónvarpi en mér finnst óþarflega mikið... það er oft erfitt að vera litla liðið í svona 'clutch' leikjum. Manni líður oft þannig að það falli allt öðru megin, en það getur vel verið að það sé einhver minnimáttarkennd í manni líka. Mér leið þannig í dag, ég þarf að fara heim og sjá hvort að upplifun mín hafi verið rétt eða hvort það var í alvörunni þannig. Ég ætla ekki að dæma um það núna en mér leið eins og óþarflega mikið af þessum litlu brotum sem féllu ekki með okkur í dag. En tapið er engum að kenna nema okkur sjálfum og við þurfum bara að halda áfram í þessu," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, aðspurður út í vítaspyrnudóminn.

Vestri náði að koma boltanum í netið í stöðunni 3-2 en Pétur Bjarnason var rangstæður. Hann var of innarlega þegar hann fékk boltann frá Toby King og voru þeir ósáttir með hvorn annan í því atviki.

Þetta allt má sjá í spilaranum hér að neðan.


Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Athugasemdir
banner
banner