Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svona lítur besta lið sögunnar hjá FH út
Úrvalsliðið samankomið fyrir utan Heimi og Daða Lárusson.
Úrvalsliðið samankomið fyrir utan Heimi og Daða Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í úrvalsliðinu og þjálfari þess líka.
Í úrvalsliðinu og þjálfari þess líka.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í gær, fyrir leik FH og Vestra, var verðlaunaafhending í Kaplakrika. FH-ingar og aðrir aðdáendur íslenska boltans, völdu úrvalslið FH og var úrvalsliðið gert opinbert í gær. Fengu þeir sem kjörnir voru i liðið verðlaunagrip.

Um þúsund manns tóku þátt í kosningunni, þar sem velja þurfti leikmenn í ellefu stöður á vellinum. Leikmenn sem tilnefndir voru í hverja stöðu fyrir sig þurftu að hafa leikið að minnsta kosti þrjár leiktíðir með FH frá árinu 1964 til dagsins í dag.

Úrvalslið FH
Markvörður:
Daði Lárusson

Varnarmenn:
Guðmundur Sævarsson
Pétur Viðarsson
Tommy Nielsen
Freyr Bjarnason

Miðjumenn:
Heimir Guðjónsson
Davíð Þór Viðarsson

Tían:
Steven Lennon

Fremstu þrír:
Atli Guðnason
Atli Viðar Björnsson
Tryggvi Guðmundsson

Þjálfari liðsins:
Heimir Guðjónsson

Þeir sem voru í 2.-3. sæti í sínum stöðum:
Markverðir: Gunnleifur Gunnleifsson, Gunnar Nielsen,
Varnarmenn: Viðar Halldórsson, Auðun Helgason, Kassim Doumbia, Sverrir Garðarsson, Ólafur Kristjánsson, Guðmundur Hilmarsson, Böðvar Böðvarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson
Miðjumenn: Emil Pálsson, Björn Daníel Sverrisson, Janus Guðlaugsson, Bjarki Gunnlaugsson
Kantmenn: Ólafur Páll Snorrason, Jón Þorgrímur Stefánsson, Emil Hallfreðsson, Pálmi Jónsson
Tían: Matthías Vilhjálmsson, Ólafur Danivalsson
Fremsti maður: Allan Borgvardt og Hörður Magnússon (fyrstur inn af bekknum).
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Athugasemdir
banner
banner
banner