Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Tekinn af velli eftir að hafa fengið þrumuskot í andlitið
Dagur Dan í leik með Orlando
Dagur Dan í leik með Orlando
Mynd: Getty Images
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Orlando City í MLS-deildinni, þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks í 1-0 tapi liðsins gegn Cincinnati í MLS-deildinni í nótt eftir að hafa fengið boltann í andlitið.

Hægri bakvörðurinn var að eiga flottan leik með Orlando fram að hálfleiknum en var tekinn af velli eftir óhugnanlegt atvik.

Cincinnati fékk aukaspyrnu sem Argentínumaðurinn Luca Orellano tók. Boltinn fór af miklum krafti í andlitið á Degi, sem lagðist í grasið.

Dagur reyndi að halda áfram en lagðist aftur í grasið stuttu síðar og var skipt af velli. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi fengið heilahristing eftir þrumufleyg Orellano.

Orlando tapaði leiknum, 1-0, og er liðið í næst neðsta sæti Austur-deildarinnar með aðeins 9 stig.

Nökkvi Þeyr Þórisson lék síðustu tíu mínúturnar í markalausu jafntefli St. Louis gegn Houston Dynamo. St. Louis er í 9. sæti Vestur-deildarinnar með 13 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner