Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 05. maí 2024 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leverkusen jafnaði Evrópumetið
Mynd: EPA
Leverkusen hefur ekki tapað í 48 leikjum í röð
Leverkusen hefur ekki tapað í 48 leikjum í röð
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen valtaði yfir Eintracht Frankfurt með því að vinna 5-1 sigur í 32. umferð þýsku deildarinnar í dag og heldur magnað gengi liðsins því áfram.

Granit Xhaka skoraði á 12. mínútu en Hugo Ekitike jafnaði tuttugu mínútum síðar.

Patrik Shick náði forystu fyrir Leverkusen áður en hálfleikurinn var úti og þá kláraði Leverkusen dæmið í þeim síðari.

Exequiel Palacios skoraði úr víti áður en Jeremie Frimpong gerði fjórða markið. Victor Boniface gerði þá annað vítaspyrnumark liðsins undir lokin.

Leverkusen er með 84 stig eftir 32 leiki en Frankfurt í 6. sæti með 45 stig.

Þessi sigur Leverkusen þýðir að það hefur nú jafnað Evrópumótið yfir flesta leiki í röð án taps, en það met var alfarið í eigu Benfica í tæp 60 ár. Leverkusen er án taps í 48 leikjum og á mögulega fimm leiki eftir af tímabilinu, tvo í deild, einn í bikar og tvo í Evrópudeild.

Köln á enn von um að halda sér uppi eftir úrslit hjá öðrum liðum í dag. Bochum kom sér í þægilega stöðu fyrir síðustu tvær umferðirnar með því að vinna Union Berlín, 4-3, í spennandi leik.

Mainz gerði 1-1 jafntefli við Heidenheim. Köln er því ekki endanlega fallið en línur ættu að skýrast betur eftir næstu umferð.

Úrslit og markaskorarar:

Union Berlin 3 - 4 Bochum
0-1 Maximilian Wittek ('16 )
0-2 Maximilian Wittek ('31 )
0-3 Keven Schlotterbeck ('37 )
1-3 Yorbe Vertessen ('59 )
2-3 Chris Bedia ('63 )
2-4 Philipp Hofmann ('70 )
3-4 Benedict Hollerbach ('74 )

Eintracht Frankfurt 1 - 5 Bayer
0-1 Granit Xhaka ('12 )
1-1 Hugo Ekitike ('32 )
1-2 Patrik Schick ('44 )
1-3 Exequiel Palacios ('58 , víti)
1-4 Jeremie Frimpong ('77 )
1-5 Victor Boniface ('89 , víti)

Heidenheim 1 - 1 Mainz
0-1 Jonathan Michael Burkardt ('37 )
1-1 Tim Kleindienst ('65 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 34 28 6 0 89 24 +65 90
2 Stuttgart 34 23 4 7 78 39 +39 73
3 Bayern 34 23 3 8 94 45 +49 72
4 RB Leipzig 34 19 8 7 77 39 +38 65
5 Dortmund 34 18 9 7 68 43 +25 63
6 Eintracht Frankfurt 34 11 14 9 51 50 +1 47
7 Hoffenheim 34 13 7 14 66 66 0 46
8 Heidenheim 34 10 12 12 50 55 -5 42
9 Werder 34 11 9 14 48 54 -6 42
10 Freiburg 34 11 9 14 45 58 -13 42
11 Augsburg 34 10 9 15 50 60 -10 39
12 Wolfsburg 34 10 7 17 41 56 -15 37
13 Mainz 34 7 14 13 39 51 -12 35
14 Gladbach 34 7 13 14 56 67 -11 34
15 Union Berlin 34 9 6 19 33 58 -25 33
16 Bochum 34 7 12 15 42 74 -32 33
17 Köln 34 5 12 17 28 60 -32 27
18 Darmstadt 34 3 8 23 30 86 -56 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner