Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
banner
   mán 05. maí 2025 05:55
Elvar Geir Magnússon
England í dag - Lið með Evrópudrauma mætast á Selhurst Park
Jean-Philippe Mateta hefur skorað 10 mörk í 13 síðustu deildarleikjum fyrir Crystal Palace.
Jean-Philippe Mateta hefur skorað 10 mörk í 13 síðustu deildarleikjum fyrir Crystal Palace.
Mynd: EPA
35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar lýkur í kvöld með leik Crystal Palace og Nottingham Forest á Selhurst Park.

Nottingham Forest er í sjötta sæti deildarinnar en vonast til þess að enda í topp fimm og komast í Meistaradeild Evrópu. Eitthvað sem yrði risastórt afrek.

Palace er sem stendur í tólfta sæti en liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins þar sem það mun mæta Manchester City.

Forest hefur heldur betur verið að gefa eftir í deildinni og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum í öllum keppnum.

Callum Hudson fór meiddur af velli í tapi Forest gegn Brentford í síðustu viku og óvíst með þátttöku hans í kvöld.

Í innbyrðis viðureignum hefur Palace aðeins unnið einn af síðustu fjórtán deildarleikjum gegn Forest.

ENGLAND: Premier League
19:00 Crystal Palace - Nott. Forest

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 5 5 0 0 11 5 +6 15
2 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
3 Tottenham 5 3 1 1 10 3 +7 10
4 Bournemouth 5 3 1 1 6 5 +1 10
5 Crystal Palace 5 2 3 0 6 2 +4 9
6 Chelsea 5 2 2 1 10 5 +5 8
7 Sunderland 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Man City 5 2 1 2 9 5 +4 7
10 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
11 Man Utd 5 2 1 2 6 8 -2 7
12 Leeds 5 2 1 2 4 7 -3 7
13 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
14 Brighton 5 1 2 2 6 8 -2 5
15 Nott. Forest 5 1 2 2 5 9 -4 5
16 Burnley 5 1 1 3 5 8 -3 4
17 Brentford 5 1 1 3 6 10 -4 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 5 0 0 5 3 12 -9 0
Athugasemdir
banner