Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   fim 05. júní 2025 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gylfi Tryggva: Erum ekki að pæla mikið í töflunni
Kvenaboltinn
Gylfi Tryggvason er þjálfari Grindavík/Njarðvík
Gylfi Tryggvason er þjálfari Grindavík/Njarðvík
Mynd: UMFN

Grindavík/Njarðvík tók á móti KR á JBÓ vellinum í kvöld þegar sjötta umferð Lengjudeild kvenna hóf göngu sína. 

Grindavík/Njarðvík hafa byrjað mótið virkilega vel og þær héldu uppteknum hætti í kvöld með frábærum sigri á 


Lestu um leikinn: Grindavík/Njarðvík 3 -  1 KR

„Mjög sáttur" sagði Gylfi Tryggvason þjálfari Grindavík/Njarðvík eftir leik. 

„Við vorum að spila á móti helvíti sterku liði hjá KR. Þær eru mjög kröftugar og gott fótboltalið. Ég er bara mjög ánægður að hafa fengið þær í heimsókn og við förum héðan með fína frammistöðu á bakinu, þrjú stig og næstum því hreint lak, okkar fyrsta í sumar. Við héldum hreinu í 90. mínútur er það ekki eitthvað?"

Gylfi Tryggvason tók undir mikilvægi þess að hafa skorað fyrsta markið í kvöld. 

„Ég get alveg tekið undir það. KR er ekki lið sem að mig langar eitthvað sérstaklega að lenda undir á móti. Mér fannst alveg mikilvægt að skora fyrsta markið" 

„Við erum búnar að fá á okkur fyrsta markið núna síðustu tvo leiki á undan og komum til baka reyndar en maður vill skora fyrsta markið, annað markið og þriðja markið, skora öll mörkin í leiknum" 

„Eins og leikurinn var að spilast, tvö hörku lið þá var mjög gott að ná fyrsta markinu og fylgja síðan eftir með öðru marki. Það var bara 'crucial' fannst mér" 

Grindavík/Njarðvík er við toppsæti deildarinnar eftir sex umferðir en Gylfi Tryggvason vill þó ekki meina að þær séu farnar að horfa eitthvað á töfluna ennþá. 

„Nei, ég held það sé 'pointless'. Ég held að ef einhver þjálfari segir við þig að hann tékki ekki á þessa töflu eftir hvern leik bara svona til að kíkja, ég held að hann væri að ljúga þannig ég ætla ekki að ljúga því að maður tékki ekki stöðuna" 

„Þetta er ekkert að marka og mun ekkert vera að marka fyrr en það eru bara 2-3 leikir eftir. Við erum ekki að pæla mikið í töflunni, í raun ekki neitt. Við erum bara að pæla í okkur sjálfum" 

Nánar er rætt við Gylfa Tryggvason í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 16 14 1 1 65 - 13 +52 43
2.    HK 16 11 1 4 41 - 24 +17 34
3.    Grindavík/Njarðvík 16 10 2 4 38 - 21 +17 32
4.    Grótta 16 10 1 5 34 - 25 +9 31
5.    KR 16 7 1 8 35 - 40 -5 22
6.    ÍA 16 6 3 7 24 - 29 -5 21
7.    Haukar 16 6 1 9 24 - 37 -13 19
8.    Keflavík 16 4 4 8 23 - 26 -3 16
9.    Fylkir 16 2 2 12 19 - 42 -23 8
10.    Afturelding 16 2 0 14 12 - 58 -46 6
Athugasemdir
banner