Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. nóvember 2020 21:57
Elvar Geir Magnússon
Finnur Orri orðaður við endurkomu í Breiðablik
Mynd: Hulda Margrét
Finnur Orri Margeirsson, leikmaður KR, gæti snúið aftur í sitt uppeldisfélag, Breiðablik, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Þessi 29 ára leikmaður hefur verið hjá KR síðan 2016 en 2008 - 2012 lék hann með meistaraflokki Breiðabliks.

Samningur hans við KR er að renna út en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði við Fótbolta.net í dag að félagið vill halda honum lengur.

Blikar hafa víst áhuga á að fá hann heim.

Finnur lék 12 af 17 leikjum KR í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann átti ekki fast sæti í liðinu.

Finnur hefur að langmestu leyti spilað á miðjunni en getur einnig spilað sem miðvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner