Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 06. maí 2024 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reyndu að fá Söndru á neyðarláni - „Sé ekki að Valur vilji hjálpa okkur"
Telma Ívarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Telma Ívarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik skoðaði þann möguleika að fá Söndru Sigurðardóttur á neyðarláni fyrir leikinn gegn FH síðasta föstudag.

Blikar voru í vandræðum með markvarðarmálin sín þar sem Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði og gat ekki spilað. Varamarkvörðurinn Aníta Dögg Guðmundsdóttir er í háskólaboltanum í Bandaríkjum, en það reddaðist þannig að hún kom heim á leikdegi og náði að spila.

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, sagði við Fótbolta.net eftir leikinn gegn FH að vikan fyrir leikinn hefði verið stressandi út af markvarðarmálunum. Rakel Hönnudóttir, fyrrum landsliðskona, átti að vera í markinu en hún spilaði á sínum ferli sem annað hvort miðjumaður eða sóknarmaður.

Þá skoðaði Breiðablik það að fá Söndru á neyðarláni, en hún er skráð í Val og samningsbundin þar. Sandra hefur ekki verið í fótbolta að undanförnu en hún er fyrrum landsliðsmarkvörður.

„Það var nálægt því að gerast, en það kemur mér á óvart að það hafi farið langt. Ég sé ekki að Valur vilji hjálpa okkur, en ég myndi gera það sama. Það kom mér ekki á óvart að það hafi ekki gengið upp, en það kom mér á óvart hversu langt það fór," sagði Nik en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Valur og Breiðablik eru bæði með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en búist er við því að þessi tvö lið berjist um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
Athugasemdir
banner
banner