Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 06. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Salah setti magnað met
Mynd: EPA
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool á Englandi, setti ótrúlegt met í 4-2 sigri liðsins á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Salah skoraði og lagði upp í næst síðasta heimaleik Liverpool á tímabilinu.

Hann er nú kominn með 18 deildarmörk og 10 stoðsendingar en hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til þess að skora og leggja upp 10 eða fleiri mörk þrjú tímabil í röð.

Þá er hann aðeins annar leikmaðurinn til þess að ná þessum afreki á fimm mismunandi tímabilum á eftir Wayne Rooney.

Þetta gæti verið síðasta tímabil Salah hjá Liverpool, en hann er sterklega orðaður við félög í Sádi-Arabíu. Framtíð hans kemur ekki í ljós fyrr en eftir tímabilið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner