Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið PSG og Dortmund: Tvær breytingar hjá heimamönnum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain og Borussia Dortmund eigast við í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld og eru gestirnir frá Dortmund með eins marks forystu.

Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli þar sem Niclas Füllkrug skoraði eina markið á 36. mínútu, eftir stoðsendingu frá Nico Schlotterbeck.

Stjörnum prýddu liði PSG tókst ekki að skora á erfiðum útivelli og gerir Luis Enrique tvær breytingar á byrjunarliði PSG á milli leikja, þar sem Lucas Beraldo og Goncalo Ramos koma inn í liðið.

Beraldo kemur inn í hjarta varnarinnar fyrir nafna sinn Lucas Hernandez sem er utan hóps vegna meiðsla, á meðan Ramos tekur byrjunarliðssætið af hinum efnilega Bradley Barcola sem sest á bekkinn.

Það er troðfullt af stjörnum á bekknum hjá PSG, þar sem má finna menn á borð við Milan Skriniar, Manuel Ugarte, Randal Kolo Muani og Carlos Soler.

Edin Terzic mætir til leiks með sama byrjunarlið og vann fyrri leikinn, þar sem Marco Reus, Felix Nmecha, Donyell Malen og Sebastien Haller byrja allir á sterkum varamannabekk ásamt Youssoufa Moukoko.

PSG: Donnarumma, Hakimi, Marquinhos, Beraldo, Mendes, Zaire-Emery, Vitinha, Ruiz, Dembele, Mbappe, Ramos
Varamenn: Asensio, Barcola, Kolo Muani, Kang-in, Mukiele, Navas, Pereira, Skriniar, Soler, Ugarte, Zague, Tenas

Dortmund: Kobel, Ryerson, Hummels, Schlotterbeck, Maatsen, Sabitzer, Can, Sancho, Brandt, Adeyemi, Fullkrug
Varamenn: Bynoe-Gittens, Haller, Lotka, Malen, Moukoko, Nmecha, Reus, Ozcan, Sule, Watjen, Wolf, Meyer.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner