Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Má Girona spila í Meistaradeildinni?
Girona fagnar marki.
Girona fagnar marki.
Mynd: EPA
Um liðna helgi varð það ljóst að Girona mun enda á meðal efstu fjögurra liða spænsku úrvalsdeildarinnar. Vanalega þýðir það að lið sé á leið í Meistaradeildina en í tilfelli Girona er það óvíst.

Samkvæmt ESPN er Girona að bíða eftir leyfi frá UEFA varðandi Meistaradeildina á næstu leiktíð.

Girona er í eigu sama hóps og á Manchester City, og þá er Pere Guardiola, bróðir Pep, stjórnarformaður spænska félagsins.

Reglur UEFA herma að félög sem eru með sömu eigendur geti ekki tekið þátt í sömu keppni á vegum sambandsins. Manchester City er líka á leið í Meistaradeildina.

Það hafa áður fengist leyfi frá UFEA til að félög með sömu eigendur spili í sömu keppni, en það er spurning hvað gerist núna. Möguleiki er á því að Girona verði fært niður í Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner