Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 09:15
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 5. umferð - Átján ára sem skákaði þeim bestu
Magnús Arnar Pétursson (HK)
Magnús í leik gegn Vestra nýlega.
Magnús í leik gegn Vestra nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Arnar Pétursson.
Magnús Arnar Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Arnar Pétursson sem er átján ára átti algjörlega frábæran leik fyrir HK sem vann gríðarlega óvæntan 3-1 sigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 5. umferð Bestu deildarinnar.

Magnús er Sterkasti leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar en valið fór fram í Innkastinu.

„Magnús frábær á miðjunni í dag, á risa þátt í fyrsta markinu og skoraði frábært mark sjálfur. Aðeins 18 ára en hann skákaði bestu miðjumönnum deildarinnar," skrifaði Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni frá Kórnum.

Magnús fór illa með Pablo Punyed, einn besta miðjumann deildarinnar, í fyrsta marki HK og lék svo Oliver Ekroth, einn besta varnarmann deildairnnar, grátt áður en hann skoraði sjálfur annað mark leiksins.

„Ég er ennþá að reyna ná þessu, þetta er alveg ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu þegar maður vaknaði í morgun en ef maður fer út og leggur sig allan fram þá gerist eitthvað gott," sagði Magnús við Fótbolta.net eftir leikinn en viðtalið má sjá í heild hér að neðan.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings hrósaði Magnúsi í viðtali.

„Ég hef alltaf gaman af því að sjá unga stráka spila vel. Hægri bakvörðurinn (Kristján Snær Frostason) og sá sem skoraði (Magnús Arnar Pétursson), þeir eru mjög ungir og það var gaman að sjá þá spila og þeir voru komnir með krampa í leiknum. Svo voru gamlir refir sem stóðu sig vel. Það var mikill andi í þeim. Ég segi ekki að það hafi verið virkilega gaman að sjá þá vinna okkur, en það verður að viðurkennast að þeir voru virkilega hungraðir," sagði Arnar.

Í viðtali við Fótbolta.net var Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, spurður út í Magnús.

„Bara framhald af því sem við sáum í síðasta leik og bætti við marki ofan á það. Hann er einn af mörgum efnilegum drengjum hérna í félaginu og er búinn að vinna sér það inn að koma inn í liðið. Klárlega ekki auðvelt verk að eiga við þá leikmenn sem bæði byrjuðu leikinn inn á miðjunni hjá Víkingi og komu síðan inn á í hálfleik en hann stóð sig bara ótrúlega vel."

„Eins og með allt liðið, nú er það bara hans að halda áfram að vaxa og halda stöðu sinni í liðinu. Það býr klárlega mjög mikið í honum,"
sagði Ómar.

Lestu um leikinn: HK 3 -  1 Víkingur R.

Sterkustu leikmenn:
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner