Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 07. júní 2025 20:15
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óli Kristjáns: Varð fljótlega ljóst að það var spenna hérna í kring um bekkina
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara eins og eftir sigurleiki yfirleitt , bara mjög ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-0 sigur á Þór/KA í Laugardalnum í dag


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 Þór/KA

„Ánægður með hvernig liðið dílaði við þennan leik. Þetta var ekki leikur þar sem að það átti að bjóða upp á einhverja, eitthvað spil, þetta var mikið um langa bolta, návígi, seinni bolta. Mér fannst dómarinn díla vel við það. Það var fljótlega ljóst að snemma í leiknum að það var einhver spenna hérna í kring um varamannabekkina. Mitt lið dílaði frábærlega við það. Tók bara þátt í þessum slag, vann tæklingarnar, seinni boltana og svo þegar að við gátum og þurftum að setja saman sóknir þá gerðum við það og svo í restina bara keyra þessu rólega heim.“ hélt hann svo áfram og hrósaði í framhaldinu markverði sínum, Mollee Swift, fyrir frábæra frammistöðu. 

Það var tilkynnt í þessari viku að Caroline Murray, leikmaður Þróttar, myndi halda heim til Bandaríkjanna þegar glugginn opnar og spila þar með Sporting Club Jacksonville í Flórída en hvað er Þróttur að missa í þeim leikmanni?

„Við erum náttúrulega að missa feikilegan hraða og kraft og svona einn á einn leikmann úti á kanti sem er búin að vera frábær fyrir Þrótt núna í fyrra og í ár. Hún er búin að skemmta okkur, leikmönnum, áhorfendum og þjálfurum og öllum bara hérna í þennan tíma sem hún hefur verið. Hún fær þetta tækifæri að komast inn í deild í Bandaríkjunum á þessum aldri, það er bara meiriháttar og við óskum henni bara velgengni þar.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum. 


Athugasemdir
banner
banner