Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   mán 08. apríl 2024 16:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aldrei spurning um annað en Breiðablik - „Báðar dollurnar og langt í Evrópu"
Ísak Snær er 22 ára sóknarmaður sem Rosenborg keypti frá Breiðabliki eftir tímabilið 2022 þegar hann var besti leikmaður Bestu deildarinnar.
Ísak Snær er 22 ára sóknarmaður sem Rosenborg keypti frá Breiðabliki eftir tímabilið 2022 þegar hann var besti leikmaður Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var geggjuð tilfinning. Það er alltaf gott að skora fyrir landið sitt.
Það var geggjuð tilfinning. Það er alltaf gott að skora fyrir landið sitt.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það var erfitt að sjá að stuðningsmennirnir voru ekkert ánægðir, en svona er þetta
Það var erfitt að sjá að stuðningsmennirnir voru ekkert ánægðir, en svona er þetta
Mynd: Rosenborg
Ég ætla að taka þetta svolítið eins og ég gerði þegar ég kom 2022, þá kom ég sem 'nobody´og þurfti að vinna fyrir sætinu.
Ég ætla að taka þetta svolítið eins og ég gerði þegar ég kom 2022, þá kom ég sem 'nobody´og þurfti að vinna fyrir sætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við höfum spilað vel saman í gegnum árin og munum halda því áfram'
'Við höfum spilað vel saman í gegnum árin og munum halda því áfram'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var mín ákvörðun til að byrja með, mín hugmynd var að komast aftur í stand, byrja upp á nýtt. Ég er búinn að vera glíma við meiðsli og alltaf að elta skottið á sjálfum mér. Mín hugmynd var að koma aftur í Blikana, mér líður vel þar," sagði Ísak Snær Þorvaldsson í sínu fyrsta viðtali eftir endurkomuna í Bestu deildina.

Ísak tilkynnti á herrakvöldi Breiðabliks fyrir helgi að hann væri að koma á láni til félagsins frá Rosenborg.

„Þetta var í svona mánuð í vinnslu, þetta var ekki staðfest fyrr en í hádeginu á föstudeginum. Þá var þetta orðið klappað og klárt, pakkað ofan í töskur og flogið yfir."

Geta kallað Ísak til baka í júlí
Rosenborg getur kallað Ísak til baka á miðju sumri.

„Lánssamningurinn er út tímabilið en þeir geta kallað mig til baka í júlí. Við sjáum bara hvernig sumarið fer, hvort að allir framherjarnir hjá Rosenborg haldist heilir og hvernig mér gengur hér."

„Jú, að sjálfsögðu er draumaniðurstaðan að ég blómstri með Breiðabliki og fari út í glugganum. En ég ætla bara að taka eitt skref í einu, fara rólega af stað og einbeita mér að því að gera eins vel og ég get með Blikunum. Mig langar að taka þessar dollur. Við sjáum bara hvernig þetta þróast."


Voru ekki sáttir með Rosenborg
Stuðningsmenn Rosenborg eru ekkert alltof kátir með félagið að lána Ísak í burtu.

„Nei, skiljanlega svo sem. Við vorum tveir sem vorum saman í framherjastöðunni, verið mikið að skipta þessu á milli okkar og báðir glímt við meiðsli. Það var mikið þannig að annar væri meiddur og hinn að spila. Það var erfitt að sjá að stuðningsmennirnir voru ekkert ánægðir, en svona er þetta. Það er peppandi að þeir taki eftir því að ég hef gert vel þegar ég hef verið inn á."

Reyndi að spila í gegnum sársaukann en fór svo í aðgerð
Ísak fór í aðgerð í vetur en er allur að koma til. „Staðan á mér er góð, ég er búinn að taka nokkrar æfingar. Leikformið á náttúrulega eftir að koma en ég er búinn að vera vinna á fullu eftir aðgerðina og er kominn á fullt í æfingum núna."

„Vonandi næ ég að spila nokkrar mínútur í 2. umferð. Ég held það sé of snemmt að taka þessa umferð (leikinn í kvöld), en 2. umferð er markmiðið."

„Ég fór í kviðsslitsaðgerð í byrjun febrúar. Ég kviðslitnaði í lok síðasta tímabils, notaði verkjatöflur til að komast í gegnum sársaukann, en á endanum ákvað ég að taka bara aðgerðina og reyna vera tilbúinn fyrir byrjun tímabilsins. Það er að ganga eins og við bjuggumst við, kannski aðeins á eftir áætlun, en gengur bara vel."


Ætlar að koma inn eins og fyrir tímabilið 2022
Það eru ansi margir kostir í framlínunni hjá Breiðabliki. Þetta verður því alls ekkert gefins verkefni fyrir Ísak að koma sér í byrjunarliðið.

„Að sjálfsögðu ekki gefins. Ég ætla að taka þetta svolítið eins og ég gerði þegar ég kom 2022, þá kom ég sem 'nobody´og þurfti að vinna fyrir sætinu. Þetta er geggjaður hópur, fullt af flottum leikmönnum og maður þarf að vinna fyrir sínu."

Menn hafa velt því fyrir sér að þú gætir mögulega spilað á miðjunni í sumar. „Ég veit það ekki, ég er klár í að spila hvar sem Dóri (Halldór Árnason þjálfari) setur mig, það kemur bara í ljós."

   07.04.2024 13:16
Fær Dóri valkvíða þegar hann velur í framlínuna?

Aldrei spurning eftir skilaboðin frá Dóra
Ísak segir það ekki hafa verið neina spurningu um að Breiðablik yrði fyrir valinu. „Fyrir mig voru það alltaf Blikarnir. Við skoðuðum alla kosti en fyrir mig var Breiðablik númer eitt og um leið og ég fékk sms-ið frá Dóra þá var þetta bara bókað mál."

„Að sjálfsögðu getur Breiðablik orðið Íslandsmeistari, það er ekkert annað í boði hjá okkur. Báðar dollurnar og langt í Evrópu, það er markmiðið okkar."

Geggjað að skora fyrir Ísland
Ísak var í landsliðinu í janúar og skoraði sigurmarkið gegn Gvatemala. Hann hefur nú spilað sex landsleiki og skorað eitt mark.

„Það var geggjuð tilfinning. Það er alltaf gott að skora fyrir landið sitt. Að vinna þessa leiki í janúar var mjög sterkt."

Jason Daði Svanþórsson lagði upp markið fyrir Ísak í leiknum. Jason er auðvitað sömuleiðis leikmaður Breiðabliks.

„Við gerum meira af þessu í sumar. Við höfum spilað vel saman í gegnum árin og munum halda því áfram," sagði Ísak.

Breiðablik hefur leik í Bestu deildinni í kvöld þegar FH kemur í heimsókn á Kópavogsvöll. Viðtalið við Ísak má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner