Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Khelaifi: Erum með yngsta fótboltalið Evrópu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti franska stórveldisins Paris Saint-Germain, svaraði spurningum frá Canal Plus eftir tap PSG á heimavelli gegn Borussia Dortmund í gærkvöldi.

PSG var þar með slegið úr leik í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og hefur ekki enn tekist að ná yfirlýstu markmiði sínu að vinna keppnina undir eignarhaldi Al-Khelaifi.

Al-Khelaifi var spurður út í framtíð Luis Enrique þjálfara eftir þetta tap í undanúrslitaleiknum, en PSG er búið að vinna frönsku deildina á þessu tímabili og er komið í úrslitaleik franska bikarsins.

„Er þér alvara með þessari spurningu? Skilur þú eitthvað um fótbolta?" svaraði Al-Khelaifi hvassur.

„Við erum að byggja upp langtímaverkefni með yngsta fótboltalið Evrópu. Framtíðin okkar er björt, við munum halda áfram á þessari braut.

„Auðvitað erum við verulega vonsviknir með tapið, en við spiluðum góðan leik og áttum meira skilið. Leikmennirnir gáfu allt og stuðningsmennirnir voru stórkostlegir."

Athugasemdir
banner
banner
banner