Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einungis einn uppalinn Valsari í Bestu deildinni
Margir frá Fjölni
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm umferðum er lokið í Bestu deildinni og Leifur Grímsson birti í gær áhugaverða tölfræði á X reikningi sínum.

Þar tekur hann saman hvar leikmennirnir 194 sem hafa spilað í deildinni til þessa eru uppaldir.

Flestir leikmenn í deildinni eru uppaldir hjá Breiðabliki eða 22 af þeim. Fylkir og FH eru í 2. og 3. sæti með 15 leikmenn og HK er svo í 4. sæti með 14.

Athygli vekur að Fjölnir, sem er í Lengjudeildinni, er í 5. sæti því 11 leikmenn sem spilað hafa í Bestu deildinni á tímabilinu eru uppaldir hjá Fjölni.

Valur á einungis 1 uppalinn leikmann í deildinni en það er Birkir Már Sævarsson.

Fylkir er það lið þar sem uppaldir leikmenn hjá félaginu hafa spilað flestar mínútur til þessa á tímabilinu.

„Langoftast er þetta augljóst en annars er þriðji og annar flokkur viðmiðið," svaraði Leifur þegar hann var spurður út hver skilgreining hans á uppeldisfélagi væri.


Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Athugasemdir
banner