Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Breiðablik og Valur stefna á fjórða sigurinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og fara þrír þeirra fram í Bestu deild kvenna.

Þar mæta toppliðin bæði til leiks, þar sem Breiðablik á heimaleik gegn Stjörnunni á meðan Valur heimsækir Keflavík.

Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðir sumarsins, en Breiðablik hefur enn ekki fengið mark á sig.

FH og Þróttur R. eigast einnig við í spennandi slag, á meðan fyrsti leikur sumarsins fer fram í 4. deild karla. Árborg tekur þar á móti KFS í suðurlandsslag á Selfossi.

Besta-deild kvenna
18:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
18:00 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)
18:00 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur)

4. deild karla
17:30 Árborg-KFS (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner