Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
   mið 08. maí 2024 21:27
Sverrir Örn Einarsson
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Kristrún Ýr Holm
Kristrún Ýr Holm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst þetta virkilega svekkjandi tap en mér fannst frammistaðan mjög góð og sterk hjá liðinu svo já þetta er mjög svekkjandi. “ Sagði Kristrún Ýr Hólm fyrirliði Keflavíkur eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Val á HS-Orkuvellinum í Reykjanesbæ í kvöld.

Keflavík gerði nokkrar taktískar breytingar á liði sínu frá fyrri leikjum fyrir leikinn í kvöld. Tilfærslur á stöðum og sem dæmi var Kristrún í hlutverki djúps miðvallarleikmanns. Þessar tilfærslur virtust virka nokkuð vel og var liðið afar vel spilandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

„Þetta var að virka og ég skemmti mér vel að spila þennan leik. Þó svo að hann hafi farið eins og hann fór þá fannst mér planið gott og mér fannst það ganga upp. Það var bara kafli einhverjar tíu mínútur þar sem við missum fókus og okkur er refsað.“

Úrslitin þýða að lið Keflavíkur er enn stigalaust á botni deildarinnar að loknum fjórum umferðum. En Kristrún segist þó sjá jákvæð teikn og stíganda í leik liðsins.

„Já mér finnst það. Mér finnst frammistaðan þrátt fyrir að við séum búnar að vera tapa leikjum hafa verið góð og eitthvað sem við getum teki áfram í næstu leiki. Það er svo lítið sem við þurfum að laga það er bara að halda fókus og við verðum búnar að laga það fyrir næsta leik.“

Sagði Kristrún en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner