Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá yngsti í sögunni tekur slaginn áfram með ÍBV
Lengjudeildin
Eyþór í leik með ÍBV árið 2020.
Eyþór í leik með ÍBV árið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur tilkynnt að Eyþór Orri Ómarsson væri búinn að skrifa undir samning við félagið sem gildir út tímabilið og tekur hann slaginn með liðinu í Lengjudeildinni.

Í tilkynningunni segir að Eyþór sé leikmaður sem getur leikið flestar stöður á vellinum en hefur mest leikið sem sóknarmaður síðustu ár.

Eyþór Orri hefur spilað 25 deildarleiki með ÍBV og 10 bikarleiki en í þeim hefur hann skorað 1 mark. Eyþór á fjöldan allan af leikjum og mörkum fyrir KFS en hann á 13 mörk í 41 leik í 3. deild fyrir venslafélagið.

Eyþór er tvítugur og lék árið 2018 sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í meistaraflokki. Hann varð þá yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila í efstu deild. Á síðasta tímabili lék hann með KFS og skoraði 4 mörk í 14 leikjum í 3. deildinni.

ÍBV á leik gegn Þrótti á heimavelli á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner