Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Vinicius Junior og Joselu bestir - Neuer góður en gerði dýrkeypt mistök
Mynd: Getty Images
VInicius Junior var maður leiksins að mati UEFA í 2-1 sigri Real Madrid á Bayern München á meðan Sky valdi Joselu, hetju Madrídinga, bestan.

Joselu skoraði bæði mörkin eftir að hafa komið inn af bekknum á 81. mínútu.

Hann fær 9 frá Sky Sports en Vinicius Junior var hættulegasta vopn Madrídinga framan af og hefði liðið ekki skorað þessi mörk án hans. Hann fékk verðlaunin frá UEFA sem maður leiksins.

Manuel Neuer, markvörður Bayern, fékk 7 en hefði líklega hlotið hærri einkunn ef það hefði ekki verið fyrir mistök hans í fyrra marki Madrídinga þar sem hann missti skot Vinicius Junior út á Joselu sem skoraði.

Kim Min-Jae, varnarmaður Bayern, fær 4 fyrir innkomu sína af bekknum, en bæði mörkin komu eftir að hann var settur inn á í lið Bayern.

Real Madrid: Lunin (7); Carvajal (7), Rudiger (7), Nacho (7), Mendy (6); Valverde (6), Tchouameni (6), Kroos (7), Rodrygo (7), Bellingham (6), Vinicius (8)
Varamenn: Modric (7), Joselu (9), Diaz (7), Camavinga (6).

Bayern Munich: Neuer (7); Kimmich (5), De Ligt (7), Dier (7), Mazraoui (6); Laimer (7), Pavlovic (6); Sane (5), Musiala (6), Gnabry (5); Kane (7)
Varamenn: Davies (8), Muller (6), Choupo-Moting (6), Kim (4)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner