Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 08. ágúst 2018 10:50
Elvar Geir Magnússon
Tíu tíðindi sem gætu dottið inn fyrir gluggalok
Félagaskiptaglugga enskra félagsliða verður lokað klukkan 16:00 á morgun. Mirror tók saman tíu stór tíðindi sem gætu dottið inn fyrir gluggalok.

Thibaut Courtois: Chelsea til Real Madrid?
Þessi 26 ára markvörður var myndaður í verslun á Tenerife þegar hann ætti að vera mættur til æfinga hjá Chelsea. Hann vill fara til Madrídar þar sem vinir hans og fjölskylda eru. Sagt er að Courtois hafi gert samkomulag við Real Madrid um sex ára samning.

Toby Alderweireld: Tottenham til Manchester United?
Belginn er farinn að horfa annað eftir að hafa verið bekkjaður af Mauricio Pochettino undir lok síðasta tímabils. Það hefur gengið erfiðlega hjá Spurs og United að ná samkomulagi um leikmanninn.

Jack Grealish: Aston Villa til Tottenham?
Eftir eigendaskipti hjá Aston Villa er þörfin hjá félaginu að selja leikmenn ekki lengur til staðar. Grealish verður ekki seldur ódýrt en leikmaðurinn sjálfur telur réttan tímapunkt að fara í úrvalsdeildina og Steve Bruce, stjóri Villa, talað um að erfitt verði að halda honum.

Mateo Kovacic: Real Madrid til Chelsea?
Miðjumaðurinn vill fleiri spilmínútur og virðist sem lánssamningur myndi henta öllum aðilum best.

Steven N'Zonzi: Sevilla til Arsenal?
Unai Emery, stjóri Arsenal, þekkir N'Zonzi vel en þeir unnu saman á Spáni. N'Zonzi var í franska landsliðshópnum á HM. Þessi 29 ára leikmaður hefur verið orðaður við Arsenal í gegnum sumarið.

Yerry Mina: Barcelona til Everton?
Kólumbíski miðvörðurinn hefur verið orðaður við Manchester United, Lyon og Everton. Cadena Cope sagði í gærkvöldi að Everton myndi ganga frá kaupum á Mina í dag, miðvikudag. Diario Sport sem hefur höfuðstöðvar í Katalóníu tók svo undir þessar fréttir. Mina kom til Barcelona í janúar en hefur bara spilað fimm leiki fyrir Spánarmeistarana. Þessi 23 ára leikmaður skoraði þrjú mörk á HM í Rússlandi.

Yannick Bolasie: Everton til Middlesbrough?
Erfið meiðsli hafa sett strik í feril Bolasie hjá Everton og Marco Silva hefur sagt vængmanninum að finna nýtt félag. Boro er í Championship og er sagt tilbúið að borga 15 milljónir fyrir þennan 29 ára leikmann.

David Ospina: Arsenal til Besiktas?
Ospina er þriðji kostur á Emirates og gæti farið til Tyrklands.

Danny Welbeck: Arsenal til Everton, Southampton eða West Ham?
Sagt er að Welbeck sé ekki í myndinni hjá nýjum stjóra. Everton, Southampton og West Ham hafa öll áhuga á enska sóknarmanninum.

Oleksandr Zinchenko: Manchester City til Wolves?
Úkraínumaðurinn ungi fékk slatta af leikjum á síðasta tímabili en nú er Benjamin Mendy orðinn klár eftir meiðsli. Úlfarnir hafa áhuga á Zinchenko sem var ekki í hópnum hjá City í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
Athugasemdir
banner
banner