Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 09. maí 2024 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Katla frábær í Íslendingaslag - Hlín lagði upp
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Katla Tryggvadóttir átti frábæran leik þegar Kristianstad vann góðan 4-2 sigur á Örebro í sænsku deildinni í dag.


Örebro komst yfir snemma leiks en Katla jafnaði metin stuttu síðar eftir undirbúning frá Hlín Eiríksdóttur.

Kristianstad bætti tveimur mörkum við áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en Katla skoraði þriðja markið. Fjórða markið hjá Kriistianstad kom síðan snemma í síðari hálfleik. Örebro tókst að klóra í bakkann seint í uppbótatíma en þar við sat.

Katla og Hlín voru í byrjunarliði Kristianstad og Guðný Árnadóttir kom inn á sem varamaður eftir um klukkutíma leik. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir voru í byrjunarliði Örebro og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir kom inn á sem varamaður.

Kristianstad er í 4. sæti með 9 stig eftir fimm leiki. Örebro er á botninum án stiga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner