Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 09. maí 2024 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Ótrúleg endurkoma á Akureyri - Diouck kláraði Dalvík/Reyni
Lengjudeildin
Rafael Victor skoraði mikilvægt þriðja mark Þórsara
Rafael Victor skoraði mikilvægt þriðja mark Þórsara
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gunnar Bergmann Sigmarsson fékk rauða spjaldið hjá Aftureldingu snemma í síðari hálfleik
Gunnar Bergmann Sigmarsson fékk rauða spjaldið hjá Aftureldingu snemma í síðari hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Bjerrum Jensen sá einnig rautt
Oliver Bjerrum Jensen sá einnig rautt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oumar Diouck skoraði tvö á lokamínútunum gegn Dalvík/Reyni
Oumar Diouck skoraði tvö á lokamínútunum gegn Dalvík/Reyni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þór vann sinn fyrsta leik í Lengjudeild karla þetta árið er það vann dramatískan og hitamikinn 4-2 endurkomusigur á Aftureldingu í Boganum. Heimamenn skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og þá fengu gestirnir að líta tvö rauð spjöld í leiknum. Njarðvík vann 3-0 sigur á Dalvík/Reyni þar sem Oumar Diouck gerði tvö mörk á lokamínútum leiksins.

Afturelding fékk algera draumabyrjun í Boganum. Georg Bjarnason og Andri Freyr Jónasson komu Aftureldingu í 2-0 eftir átta mínútur.

Georg skoraði fyrsta markið á 2. mínútu eftir hornspyrnu sem Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, tókst ekki að kýla frá. Georg mætti og kláraði færið áður en Andri tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum síðar.

Andri slapp einn í gegn og afgreiddi boltann í netið. Þungt hjá Þórsurum en þeir lögðu ekki árar í bát og voru fljótir að svara fyrir sig.

Birkir Heimisson skoraði þá úr aukaspyrnu, sláin inn. Glæsilegt mark hjá Birki.

Hrannar Snær Magnússon var nálægt því að bæta við forystu gestanna eftir rúman hálftíma leik en skot hans hafnaði í stöng áður en Þórsarar björguðu í horn.

Þórsarar björguðu á línu undir lok hálfleiksins eftir skalla frá Gunnari Bergmann Sigmarssyni. Staðan 2-1 í hálfleik í skemmtilegum leik en skemmtunin var bara rétt að byrja.

Snemma í síðari hálfleik fékk Gunnar Bergmann, leikmaður Aftureldingar, beint rautt spjald fyrir að brjóta af sér er leikmaður Þórs var að sleppa í gegn.

Hinn ungi og efnilegi Egill Orri Arnarsson jafnaði metin fyrir Þór þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum með skalla eftir hornspyrnu. Fyrsta deildarmark þessa 16 ára gamla leikmanns fyrir Þór.

Þórsarar herjuðu á mark gestanna undir lok leiks. Ekki bætti úr skák að Oliver Bjerrum Jensen, leikmaður Aftureldingar, fékk rauða spjlaidð og gestirnir því tveimur mönnum færri síðustu mínúturnar í uppbótartímanum.

Heimamenn nýttu það. Rafael Victor skoraði þriðja markið á 94. mínútu í uppbótartíma. Þessu var fagnað af innlifun og mátti sjá stuðningsmenn Þórs hlaupa inn á völlinn til að fagna þessu.

Nokkrum mínútum síðar gulltryggði Sigfús Fannar Gunnarsson sigurinn eftir sendingu Rafaels Victors. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik.

Þór að næla í fyrsta sigur sinn í deildinni á meðan Afturelding er án sigurs. Þór er með 4 stig en Afturelding aðeins 1 stig.

Diouck magnaður gegn Dalvík/Reyni

Njarðvík vann sannfærandi 3-0 sigur á Dalvík/Reyni á gervigrasinu í Nettóhöllinni í dag.

Heimamenn stýrðu leiknum meira og minna en náðu ekki að brjóta Dalvíkinga á bak aftur stærstan hluta fyrri hálfleiks.

Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 43. mínútu. Kaj Leo í Bartalsstovu átti þessa stórkostlegu fyrirgjöf á hausinn á Joao Ananias sem skoraði.

Dalvíkiingar kom sterkir inn í síðari hálfleikinn. Abdeen Abdul féll í teignum á 60. mínútu leiksins en Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, sá ekkert athugavert við það og sleppti því að dæma vítaspyrnu.

Sjö mínútum síðar vildu heimamenn fá vítaspyrnu er leikmaður Njarðvíkur féll í teignum eftir hornspyrnu. Ekkert dæmt þar heldur og þá var mark tekið af Kenneth Hogg. Virtist fullkomlega löglegt en engu að síður dæmt af. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, bað um útskýringu á þessu en dómarinn lofaði að útskýra það betur eftir leikinn.

Á 87. mínútu voru Dalvíkingar hársbreidd frá því að jafna metin er boltinn hafnaði í stönginni eftir klafs í teignum. Svekkjandi fyrir Dalvíkinga sem fengu vítaspyrnu á sig stuttu seinna er Freysteinn Ingi Guðnason var tekinn niður í teignum.

Oumar Diouck fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hann gerði annað mark sitt stuttu síðar eftir vandræðagang í teig Dalvíkinga og lokaði þessum leik örugglega.

3-0 sigur Njarðvíkur í hörkuleik. Njarðvíkingar með tvo sigra úr tveimur leikjum en Dalvík/Reynir með 3 stig eftir jafn marga leiki.

Njarðvík 3 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Joao Ananias Jordao Junior ('43 )
2-0 Oumar Diouck ('89 , víti)
3-0 Oumar Diouck ('90 )
Lestu um leikinn

Þór 4 - 2 Afturelding
0-1 Georg Bjarnason ('2 )
0-2 Andri Freyr Jónasson ('8 )
1-2 Birkir Heimisson ('19 )
2-2 Egill Orri Arnarsson ('76 )
3-2 Rafael Alexandre Romao Victor ('94 )
4-2 Sigfús Fannar Gunnarsson ('95 )
Rautt spjald: ,Gunnar Bergmann Sigmarsson, Afturelding ('49)Oliver Bjerrum Jensen, Afturelding ('92) Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 3 3 0 0 6 - 1 +5 9
2.    Fjölnir 3 2 1 0 4 - 2 +2 7
3.    Þór 2 1 1 0 5 - 3 +2 4
4.    Grótta 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
5.    ÍR 3 1 1 1 3 - 3 0 4
6.    Dalvík/Reynir 3 1 1 1 3 - 4 -1 4
7.    ÍBV 2 1 0 1 5 - 5 0 3
8.    Leiknir R. 3 1 0 2 2 - 3 -1 3
9.    Grindavík 2 0 1 1 3 - 4 -1 1
10.    Afturelding 2 0 1 1 3 - 5 -2 1
11.    Þróttur R. 3 0 1 2 3 - 6 -3 1
12.    Keflavík 2 0 0 2 1 - 3 -2 0
Athugasemdir
banner
banner
banner