Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 09. maí 2024 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo einu marki frá því að jafna markametið
Mynd: Getty Images
Al-Hilal þarf að bíða með það að fagna titlinum í Sádi-Arabíu eftir að Al-Nassr vann dramatískan 3-2 sigur á Al Akhdoud í kvöld.

Al-Hilal var með 12 stiga forystu á toppnum fyrir leikinn í kvöld en Al-Nassr gat haldið pressunni á liðinu með sigri í kvöld.

Marcelo Brozovic og Cristiano Ronaldo skoruðu fyrir Al-Nassr í fyrri hálfleiknum.

Ronaldo var að gera 33. deildarmark sitt á tímabilinu og er hann nú einu marki frá því að jafna markametið. Hann gat vel jafnað og bætt metið í kvöld, en heppnin var ekki með honum.

Portúgalinn og liðsfélagar hans misstu niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum en Brozovic skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma og sá til þess að fresta fagnaðarhöldum Al-Hilal.

Al-Nassr er í öðru sæti með 77 stig, níu stigum á eftir Al-Hilal.

Al-Hilal getur tryggt titilinn með því að vinna Al Hazem á laugardag en það yrði 19, deildartitill liðsins í sögunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner