Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
banner
   lau 09. júlí 2022 18:35
Baldvin Már Borgarsson
Láki ósáttur: Í gamla daga kölluðu menn þetta heimadómgæslu
Lengjudeildin
Mynd: Palli Jóh / thorsport
Þorlákur Árnason var skiljanlega svekktur með 4-0 tap sinna manna gegn Fylki í Árbænum fyrr í dag. Láki var sérstaklega ósáttur með dómgæslu leiksins þar sem Þór gerði sterkt tilkall til þess að fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0 og hefði það getað breytt gangi leiksins til muna, hinsvegar brunuðu Fylkismenn fram og skoruðu sitt annað mark.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  0 Þór

„Við vorum betri aðilinn fyrstu 60-70 mínúturnar, hápressuðum þá og létum þeim líða illa á heimavelli. Ég er mjög sáttur við spilamennskuna fyrstu 70 mínúturnar.''

Hvað er það er gerist hjá Þórsurum síðustu 20 mínútur leiksins?

„Ég held að þetta atvik í stöðunni 1-0 þegar við eigum að fá vítaspyrnu en þeir fara upp og skora 2-0, það er svo rosalega mikill munur á því að við séum að fara að jafna eða þeir að skora 2-0 og klára leikinn, það var lykilatriði í leiknum.''

„Þetta er ekki boðlegt, í gamla daga kölluðu menn þetta heimadómgæslu, frá úrvalsdeildardómara er þetta ekki boðlegt.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, við biðjumst þó velvirðingar á hljóðtruflunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner