Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   fim 09. nóvember 2023 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Löglegt mark var tekið af Liverpool
Mynd: Getty Images
Jarell Quansah, leikmaður Liverpool, taldi sig hafa skorað jöfnunarmark Liverpool gegn Toulouse í Evrópudeildinni í kvöld, en fagnaðarlætin entust ekki lengi því Georgi Kabakov, dómari leiksins, var sendur að VAR-skjánum og dró síðan ákvörðun sína til baka.

Mark Liverpool kom seint í uppbótartíma eftir þunga sókn liðsins, en Quansah skaut þá boltanum í netið af stuttu færi eftir vandræðagang í teignum.

Stuttu síðar fékk Kabakov, dómari leiksins, skilaboð um að skoða markið betur í VAR-skjánum, en þar var verið að skora mögulega hendi á Alexis Mac Allister í aðdragandanum.

Hann dró því ákvörðun sína til baka, en samkvæmt regluverki IFAB (Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda) var markið löglegt. Mac Allister tók á móti boltanum og hafði hann viðkomu í efri hluta handleggsins.

Þetta gerðist í byrjun sóknarinnar og virtist um óviljaverk að ræða, en reglurnar staðfesta það einmitt. Mac Allister tók á móti boltanum með brjóstkassanum áður en hann kemur við hönd hans og þá sneri hann ekki að markinu í atvikinu, en það er ekki lengur álitið sem brot.

Sjáðu atvikið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner