Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. mars 2022 13:06
Elvar Geir Magnússon
Bandarískur sóknarmaður í Breiðablik (Staðfest)
Omar Sowe í búningi Breiðabliks.
Omar Sowe í búningi Breiðabliks.
Mynd: blikar.is
Bandaríski sóknarmaðurinn Omar Sowe er kominn í raðir Breiðabliks á lánssamningi frá New York Red Bulls.

Samkvæmt Transfermarkt er hægri vængur hans aðalstaða en hann getur einnig spilað sem fremsti sóknarmaður.

„Omar sem er 21 árs er snöggur og áræðinn framherji af gambískum ættum," segir á blikar.is.

Hann hefur verið leikmaður New York liðsins í þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik í MLS deildinni í september 2021. Það er hans eini leikur í deildinni. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður varaliðs Red Bulls árin 2021 og 2022.

„Omar kom til landsins í morgun og verður gaman að sjá hvernig þessi bandaríski leikmaður fellur inn í Blikahópinn," segir á blikar.is.

Breiðablik hafnaði í öðru sæti efstu deildar í fyrra en stefnir á að taka fyrsta sætið í Bestu deildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner