Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Búinn að gera samkomulag við Barcelona
Mynd: EPA
Argentínski miðjumaðurinn Guido Rodriguez er búinn að skrifa undir samkomulag við Barcelona um að hann gangi í raðir félagsins á frjálsri sölu frá Real Betis í sumar en þetta segir blaðamaðurinn Gastón Edul.

Guido er þrítugur miðjumaður sem hefur verið fastamaður í argentínska landsliðinu síðustu ár.

Hann var í hópnum sem vann heimsmeistaramótið í Katar fyrir tveimur árum.

Samningur hans við Betis rennur út í sumar og hefur hann þegar náð samkomulagi við Barcelona um að ganga í raðir félagsins í sumar.

Edul segir að Guido hafi skrifað undir samkomulag við Barcelona en samningur hans er til tveggja ára.

Fabrizio Romano er ekki alveg 100 prósent sammála Edul. Hann segir að það sé vissulega munnlegt samkomulag fyrir hendi, en að Barcelona geti í augnablikinu ekki skráð hann þar sem það bíður eftir samþykki vegna fjárhagsreglna FFP.
Athugasemdir
banner
banner
banner