Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðni um Andreu Marý: Hún er vonandi að sjá ljósið
Andrea Marý í leik með FH gegn Val
Andrea Marý í leik með FH gegn Val
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Andrea Marý Sigurjónsdóttir, leikmaður FH í Bestu deildinni, verður vonandi eins og ný ef allt fer á besta veg í bataferli hennar, en hún hneig niður í leik með liðinu í 3-0 tapi gegn Breiðabliki á dögunum.

FH-ingurinn kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum gegn Blikum, en hneig niður í uppbótartíma.

Andrea var flutt með sjúkrabíl og síðan þá verið í rannsóknum, en hún fékk hjartsláttartruflanir og var unnið að því að koma hjartanu aftur í takt.

Hún er á batavegi en Guðni Eiríksson, þjálfari, FH, bindur vonir við að hún verði eins og ný eftir það ferli, en hann var spurður út í líðan hennar eftir 1-0 sigurinn á Þrótti í vikunni.

„Hún er vonandi að sjá ljósið. Hún er búin að vera í rannsóknum og skoðunum og það á að gera einhverja þræðingu á henni og brenna fyrir einhverja hluti í hjartanu o.s.frv. en ég er ekki læknir og á erfitt með að segja nákvæmlega þeir ætla að gera.“

„Þeir telja sig hafa lausnina og ef að það heppnast þá verður hún eins og ný og þetta mun ekki koma fyrir aftur. Við skulum bara vona það, en þangað til er hún að bíða eftir að komast í þetta og er alltaf með okkur. Hún er stór hluti af FH-liðinu,“
sagði Guðni við Fótbolta.net.
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner