Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Vatnhamar framlengir við Víking (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur náð samkomulagi við Gunnar Vatnhamar um framlengingu á samningi hans við félagið. Fyrri samningur átti að renna út eftir yfirstandandi tímabil.

Nýr samningur gildir til þriggja ára, út tímabilið 2027.

Gunnar er 29 ára fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað í öftustu línu og á miðsvæðinu. Hann er færeyskur landsliðsmaður sem gekk í raðir Víkings fyrir síðasta tímabil og varð Íslands- og bikarmeistari.

Fyrir frammistöðu sína í fyrra var hann valinn í úrvalslið tímabilsins.

Hann kom frá Víkingi í Götu þar sem hann hafði leikið allan sinn feril. Hann varð færeyskur bikarmeistari árin 2014 og 2015 með Víkingi og færeyskur meistari með liðinu tímabilin 2016 og 2017.
Athugasemdir
banner
banner